Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 7

Peningamál - 05.11.2014, Qupperneq 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 7 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Hagvöxtur yfir langtímameðaltali á spátímanum en lakari horfur en í ágúst Hagvöxtur mældist 2,4% á öðrum fjórðungi þessa árs eða um ½ pró sentu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá bankans. Endurskoðun Hagstofunnar á fyrri tölum gerði það hins vegar að verkum að hann mældist lítillega minni á fyrri hluta ársins en þar var spáð eða 0,6% í stað 0,9%. Töluvert hefur því hægt á hagvexti frá því í fyrra er hann mældist 4,5% á seinni helmingi ársins og 3,5% á árinu í heild. Þessi viðsnúningur endurspeglar fyrst og fremst lækkandi birgðastöðu í útflutningsiðnaði og kröftugan innflutning, sérstaklega á innfluttri þjónustu. Í takt við lakari horfur um vöxt innlendrar eftirspurnar hafa hag- vaxtarhorfur fyrir árið í heild heldur versnað frá því í ágúst. Nú er talið að hagvöxtur verði ríflega 5% á seinni hluta ársins og 2,9% á árinu í heild eða um ½ prósentu minni en í ágústspánni (mynd I-6). Líkt og í ágúst er talið að hagvöxtur aukist aftur á næsta ári og verði 3,5% en að hann minnki á ný í tæplega 3% árið 2016 og í tæplega 2½% árið 2017. Sem fyrr er áætlað að hagvöxtur verði að mestu drifinn áfram af vexti innlendrar eftirspurnar einkaaðila en að framlag utanríkisvið- skipta verði neikvætt á spátímanum. Gangi spáin eftir verður hag- vöxtur að meðaltali um 2,9% á ári á spátímanum sem er lítillega yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og vel yfir spám um 2,1% meðal- hagvöxt í helstu viðskiptalöndum á spátímanum. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar er að finna í kafla IV. Áframhaldandi bati á vinnumarkaði þótt hægt hafi á honum Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 5,2% á þriðja ársfjórðungi sam- kvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og var 0,2 prósentum minna en á sama fjórðungi í fyrra. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun hafði hins vegar minnkað meira eða um 0,8 prósentur og mældist 3,8%. Störfum heldur áfram að fjölga en nokkru hægar en verið hefur undanfarin tvö ár. Þeim fjölgaði á þriðja fjórðungi um 1,4% frá fyrra ári en heildarvinnustundum einungis um 0,7% sem er nokkru minni fjölgun en spáð var í ágúst. Hlutfall starf- andi hélst því nánast óbreytt frá fyrra ári á þriðja fjórðungi eftir að hafa hækkað um 0,6 prósentur á öðrum fjórðungi. Áfram er gert ráð fyrir að slakinn á vinnumarkaði hverfi fljótlega. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka og er áætlað að það verði um 4% á næstu árum (mynd I-7). Skráð atvinnuleysi minnkar einnig en lítillega hægar en spáð var í ágúst. Talið er að vinnustundum muni fjölga að meðaltali um tæplega 2% á ári á næstu þremur árum og að hlutfall starfandi verði um 77½% í lok spátímans (mynd I-8). Framleiðnivöxtur verður hins vegar einungis um 1% að meðaltali á ári á næstu þremur árum, sem er rétt helmingur af sögulegu meðaltali, og heldur veikara en spáð var í ágúst (sjá mynd I-10 hér á eftir). Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla IV. Slakinn í þjóðarbúinu heldur minni en gert var ráð fyrir í ágúst Eins og rakið er í rammagrein 1 leiddi endurskoðun Hagstofunnar á sögulegum hagtölum ekki einungis til töluverðrar hækkunar á raun- 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Ísland PM 2014/4 Helstu viðskiptalönd PM 2014/4 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. 2. Seðlabankinn birti ekki spá um þróun atvinnuleysis samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Atvinnuleysi 2008-20171 % af mannafla Atvinnuleysi (VMK) PM 2014/4² Atvinnuleysi (VMST) PM 2014/4 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalína sýnir spá frá PM 2014/3. 2. Seðlabankinn birti ekki spá um þróun hlutfalls starfandi í PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Heildarvinnustundir og hlutfall starfandi 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarvinnustundir PM 2014/4 (v. ás) Hlutfall starfandi PM 2014/4 (h. ás)2 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 % af mannfjölda 16-74 ára ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.