Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 14

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 14
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 14 Leiðandi vísbendingar benda til að áfram muni fjara undan efna- hagsbata evrusvæðisins á seinni helmingi ársins (mynd II-3). Mikil óvissa er um hagvaxtarhorfur svæðisins, hversu hratt nýlegar aðgerðir Seðlabanka Evrópu (ECB) muni skila sér og hvort ríkisfjármálastefna og aðrar umbætur leggist nægjanlega á sveif með peningastefnunni til að tryggja efnahagsbata. Hagvísar fyrir evrusvæðið hafa verið undir væntingum markaðsaðila um hálfs árs skeið og virðist skilja meira á milli væntinga markaðsaðila og þróunar hagvísa (mynd II-4). Í Bandaríkjunum hafa hagvísar hins vegar almennt verið betri en vænst var og benda til áframhaldandi efnahagsbata. Tímabili niðurskurðar og skattahækkana hins opinbera er að ljúka auk þess sem peningastefna bandaríska seðlabankans heldur áfram að styðja við batann. Minni kraftur í alþjóðaviðskiptum og eftirspurn helstu viðskiptalanda Hægari efnahagsbati í heimsbúskapnum hefur í för með sér að spár gera nú ráð fyrir minni vexti alþjóðaviðskipta. Innflutningur helstu viðskiptalanda verður einnig heldur veikari og er búist við um 3,3% vexti á þessu ári sem er lítillega minni vöxtur en áður var gert ráð fyrir. Munar þar mest um hægari vöxt efnahagsumsvifa á evrusvæðinu. Verðbólga hefur hjaðnað nokkru meira en vænst var og er víða undir markmiði Verðbólga hefur hjaðnað enn frekar í helstu viðskiptalöndum Íslands og skýrist þróunin m.a. af því að víða virðist talsverður framleiðslu- slaki enn vera til staðar, einkum í Evrópu og Bandaríkjunum. Áhyggjur af hugsanlegri verðhjöðnun á evrusvæðinu hafa aukist eftir því sem hagvísar reynast verri en vænst var og verðbólga mælist vel undir markmiði. Á þriðja ársfjórðungi mældist verðbólga á evrusvæðinu ein- ungis 0,4% og hafði þá hjaðnað um 0,2 prósentur frá fyrri fjórðungi (mynd II-5). Verðhjöðnun er þegar orðin að veruleika í fjórum ríkjum evrusvæðisins og í alls nítján Evrópuríkjum er verðbólga undir 0,4%. Langtímaverðbólguvæntingar hafa þokast niður fyrir markmið ECB. Í septemberspá bankans er gert ráð fyrir að verðbólga á evrusvæðinu verði undir markmiði a.m.k. fram til ársins 2017. Hvetur bankinn, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, til að ríki svæðisins beiti ríkisfjármálum og efnahagsumbótum til að renna styrkari stoðum undir batann, einkum í ljósi umfangsmikils atvinnuleysis og þess lága fjármögnunar- kostnaðar sem er víða fyrir hendi. Í Bretlandi hefur verðbólga verið undir 2% verðbólgumarkmiði Englandsbanka frá því í janúar sl. og mældist einungis 1,2% í sept- ember sl. Hún hefur ekki verið minni um fimm ára skeið. Verðbólga hefur verið stöðugri í Bandaríkjunum og er nær markmiði. Í Japan hefur verðbólga hins vegar aukist vegna virðisaukaskattshækkana og búist er við frekari hækkunum skattsins. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig aukist og er talið að hún verði 1,1% á þessu ári. Á seinni helmingi ársins er talið að verðbólga verði að meðaltali um 1,3% í helstu viðskiptalöndum Íslands eða ögn minni en gert var ráð fyrir í ágúst. Horfur fyrir spátímabilið í heild hafa einnig verið endurskoðaðar lítillega niður á við og eru taldar tvísýnni en áður. 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða neikvæðir. Heimild: Macrobond. Vísitala Mynd II-4 Vísitala óvæntra hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 31. október 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Nýmarkaðsríki -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 20142013201220112010 PM ‘14/2 PM ‘14/3 Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-5 Verðbólga meðal nokkurra iðnríkja Janúar 2004 - september 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Japan Bretland -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 1. Fyrirtæki (önnur en fjármálafyrirtæki) og heimili. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-6 Þróun útlánaaukningar í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu1 1. ársfj. 2006 - 2. ársfj. 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Spánn Ítalía -10 -5 0 5 10 15 ‘1420132012201120102009200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.