Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 41

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 41
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 41 Rammagrein 2 Fjárlagafrumvarp ársins 2015 Langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem birt er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri fram til ársins 2018 og betri afkomu en í frumvarpi síðasta árs. Niðurstöðu langtímaáætl- unar má sjá í töflu 1. Samkvæmt frumvarpinu er stefnt að afgangi á heildarjöfnuði árið 2015 sem nemur 0,2% af vergri landsframleiðslu (mælt á rekstrargrunni). Afkoman á greiðslugrunni verður hins vegar enn neikvæð um 6,5 ma.kr. Miðað við forsendur frumvarpsins munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu lækka á næstu árum, aðallega vegna vaxtar nafnvirðis landsframleiðslu. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 kemur fram að afkoma ríkissjóðs árið 2014 verði mun betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Nú stefnir í að afgangurinn nemi 2% af landsframleiðslu í stað 0,1% í fjárlögum. Í frumvörpum til fjárlaga fyrir árin 2012 og 2013 var gert ráð fyrir að afgangurinn árið 2014 næmi 1% af landsframleiðslu. Ástæðan fyrir mun betri afkomu er sú að arðgreiðslur frá Seðlabanka Íslands og Landsbankanum voru mun meiri en áætlað hafði verið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár reiðir ríkissjóður sig áfram á arðgreiðslur frá þessum aðilum til að afgangur verði á rekstri en arðgreiðslurnar verða töluvert lægri eða rúmlega 15 ma.kr. á næsta ári í stað 57 ma.kr. í ár. Efnahagsframvindan það sem af er ári hefur reynst hagstæðari en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga ársins 2014. Innlend eftir- spurn, bæði neysla og fjárfesting, er meiri en áætlað var. Það hefur haft jákvæð áhrif á tekjuöflun ríkissjóðs en á móti vega minni tekjur vegna þeirra skattkerfisbreytinga sem samþykktar voru á vorþingi. Helstu efnahagsforsendur sem liggja til grundvallar í nýju fjárlaga- frumvarpi eru að mestu í samræmi við núverandi grunnspá Peninga- mála. Áætlunin í frumvarpinu um skuldastöðu ríkissjóðs gerir ráð fyrir hagfelldari þróun en fyrri áætlanir. Það stafar m.a. af því að áætlað er að selja 30% hlut í Landsbankanum á árunum 2015 og 2016 og nota andvirði sölunnar til að greiða niður skuldir. Þá er gert ráð fyrir að skuldabréf að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala með gjalddaga árið 2016 verði aðeins endurfjármagnað til hálfs og að gjaldeyrisforði Tafla 1 Áætluð afkoma ríkissjóðs til ársins 2018 Ma.kr. 2015 2016 2017 2018 Heildartekjur 644,5 665,1 701,1 715,5 Þar af skatttekjur 591,1 609,2 644,2 656,7 Heildargjöld 640,5 658,0 677,0 679,4 Rekstrargjöld 258,0 269,2 280,1 290,4 Fjármagnskostnaður 84,2 84,3 83,8 86,7 Tilfærsluútgjöld 249,8 259,0 268,8 278,1 Viðhald 9,2 9,4 9,7 9,9 Fjárfesting 39,3 36,1 34,7 14,4 Heildarjöfnuður ríkissjóðs 4,1 7,1 24,1 36,0 Sem hlutfall af VLF (%) 0,2 0,3 1,1 1,5 Bati frá fyrra ári -1,8 0,1 0,7 0,4 Frumtekjur 626,3 646,6 682,1 696,0 Frumgjöld 556,3 573,7 593,2 592,7 Frumjöfnuður ríkissjóðs 70,1 72,8 88,9 103,3 Sem hlutfall af VLF (%) 3,5 3,4 3,9 4,3 Bati frá fyrra ári -1,8 -0,1 0,5 0,4 Vaxtatekjur 18,2 18,5 19,0 19,4 Vaxtagjöld 84,2 84,3 83,8 86,7 Fjármagnsjöfnuður -66,0 -65,8 -64,8 -67,3 Sem hlutfall af VLF (%) -3,3 -3,1 -2,8 -2,8 Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.