Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 34

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 34
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 34 VERÐBÓLGA grund velli. Þannig hefur hlutfall vöruflokka sem hækka umfram 2,5% á ársgrundvelli milli mánaða lækkað jafnt og þétt á síðustu misserum (mynd V-2). Undirliggjandi verðbólga virðist einnig hafa hjaðnað frá útgáfu síðustu Peningamála. Ársverðbólga, mæld með kjarnavísitölu 3 sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána, var 2,5% í október og hafði hjaðnað úr 2,8% í júlí sl. (mynd V-3). Ef einnig er horft fram hjá áhrifum breytinga á markaðsverði húsnæðis var undirliggjandi verðbólga 1% í október, mæld með kjarnavísitölu 4. Verðbólga á þann mælikvarða hefur reyndar hjaðnað einna mest undangengna mánuði. Tölfræðilegir mælikvarðar benda einnig til lítillar undirliggjandi verðbólgu, þótt hún hafi aukist lítillega að undan- förnu samkvæmt þeim. Miðað við vegið miðgildi og klippt meðaltal (e. trimmed mean) gæti undirliggjandi verðbólga hafa verið á bilinu 1,3-1,7% í október sem er að meðaltali um 1½ prósentu minna en í október 2013. Framleiðsluverð afurða sem seldar eru innanlands hafði hækkað um 3% á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tíma í fyrra. Verðhækkun innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs nam hins vegar einungis 0,5% á sama tímabili. Nokkuð hefur því dregið í sundur með þessum mælikvörðum á innlenda verðbólgu (mynd V-4). Annar mælikvarði á innlenda verðbólgu er verðþróun almennrar þjónustu sem hafði í október hækkað um 3,4% sl. tólf mánuði og því nokkru meira en vísitala neysluverðs. Þótt verðbólguhorfur til skamms tíma hafi batnað frá síðustu útgáfu Peningamála gætu ofangreindir þættir hins vegar bent til þess að innlendur verðbólguþrýstingur sé eitthvað meiri en almenn hjöðnun verðbólgu gefur til kynna. Gengisstöðugleiki og tiltölulega hófsamar launahækkanir mikilvægir þættir í hjöðnun verðbólgu Samsetning verðbólgunnar hefur breyst töluvert á síðastliðnu ári þar sem hún skýrist nú að mestu leyti af verðhækkunum húsnæðis. Hækkun húsnæðisliðarins skýrði tæplega þrjá fjórðu hluta ársverð- bólgunnar í október en fyrir ári átti um þriðjungur verðbólgunnar rætur að rekja til hans (mynd V-5). Verð innfluttrar vöru hefur lækkað um 1,8% sl. tólf mánuði samanborið við 0,8% í júlí sl. og hefur undirliðurinn á þeim tíma haft 0,6 prósentna áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs. Viðskiptavegið gengi krónunnar hefur á sama tíma hækkað um u.þ.b. 6% (mynd V-6). Hjöðnun verðbólgu undanfarna mánuði hefur því að mestu leyti verið drifin áfram af verðlækkun innfluttrar vöru þótt innlend verðbólga (án húsnæðis) hafi einnig hjaðnað (mynd V-7). Þótt inn- grip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafi lagst gegn hækkun á gengi krónunnar og þannig hægt á hjöðnun innfluttrar verðbólgu er líklegt að aukinn stöðugleiki vegna inngripanna hafi einnig flýtt fyrir því að lítil verðbólga erlendis og gengishækkun krónunnar skili sér út í almennt verðlag. Einnig voru almennt tiltölulega hófsamar launa- hækkanir í kjarasamningum ársins mikilvægt lóð á vogarskálarnar sem sést vel á hjöðnun innlendrar verðbólgu. Gengisstöðugleiki og hóflegar launahækkanir í komandi kjarasamningum eru um leið mikil- væg skilyrði fyrir því að hjöðnun verðbólgu verði varanleg. Mynd V-6 Verðbólga, kjarnaverðbólga og gengi krónunnar Janúar 2010 - október 2014 12 mánaða breyting (%) 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs (v. ás) Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás, andhverfur kvarði) Verðbólgumarkmið (v. ás) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 25 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 20142013201220112010 Mynd V-4 Framleiðslu- og smásöluverð innlendrar vöru 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluverð afurða sem eru seldar innanlands Verð innlendrar vöru í vísitölu neysluverðs Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -5 0 5 10 15 20 25 30 20142013201220112010200920082007 Mynd V-5 Undirliðir verðbólgu Framlag til verðbólgu janúar 2010 - október 2014 Prósentur Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting) Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.