Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 39

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 39
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 39 RAMMAGREINAR 2010-2013 telst nú 5,4% en taldist áður 6,3%. Minni breytingar eru á mældum vexti samneyslu og fjármunamyndunar. Breytingar á ýmsum lykilhlutföllum Ofangreindar breytingar þjóðhagsreikninga valda ýmsum breyting- um á mikilvægum hlutföllum sem gjarnan er horft til. Þannig hækkar fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu um 1,4 prósentur hvort heldur horft er til meðaltals síðustu fimm ára eða alls tímabilsins frá 1997. Einkaneyslan lækkar í hlutfalli af landsframleiðslu um 0,4 prósentur að meðaltali sl. fimm ár en samneyslan um 1,2 prósentur. Miðað við sl. fimm ár lækkar hlutfall útflutnings af landsframleiðslu um 2,7 prósentur en hlutfall innflutnings um 3 prósentur að meðal- tali, aðallega vegna hækkunar landsframleiðslu. Vöru- og þjónustu- jöfnuður batnar um 1,9 prósentur á árinu 2007 og um 0,3 prósentur að meðaltali á tímabilinu 2009-2013, aðallega vegna endurmats á óbeint mældri fjármálaþjónustu. Hlutföll skulda af landsframleiðslu lækka jafnframt við hækkun á nafnvirði landsframleiðslunnar. Þær breytingar sem gerðar eru á ráðstöfunaruppgjöri koma einnig fram í framleiðslu- og tekjuuppgjörum Hagstofunnar. Í fram- leiðsluuppgjörinu hafa tekjur af þeirri viðbótarstarfsemi sem nú er tekin með verið færðar með vergum rekstrarhagnaði en laun breyt- ast lítið. Í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga eru tekjur einyrkja, t.d. margra bænda, trillusjómanna og iðnaðarmanna færðar með rekstrarhagnaði. Þetta veldur því að hlutfall launa og launatengdra gjalda lækkar sem hlutfall af vergum þáttatekjum. Matið á hlutfallinu á árinu 2007 lækkar úr 72,8% í 67,1% eða um 5,7 prósentur og á árunum 2008-2012 lækkar hlutfallið um 3,2 prósentur að meðaltali. Nú er metið að þetta hlutfall hafi verið að meðaltali 58,9% á þessu tímabili og að það hafi verið 59,8% á árinu 2013 (mynd 4). Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 4 Hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum 1997-2013 % Nýjar tölur Eldri tölur 50 55 60 65 70 75 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.