Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 29

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 29
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 29 INNLENT RAUNHAGKERFI sem áður var flokkuð með út- og innflutningi vöru dróst einnig tölu- vert saman og veldur því að þjónustuútflutningur eykst nokkru minna en áætlað var í síðustu Peningamálum auk þess sem útflutnings- tekjur af ferðamannaiðnaði voru heldur lakari en búist var við. Í takt við ágústspána dróst útflutningur sjávarafurða saman um 10% milli ára á fyrri hluta ársins og hafa horfur fyrir seinni helming ársins lítið breyst en aflasamdráttur sem varð á fyrri hluta ársins hefur stöðvast og var aflinn óbreyttur á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Álútflutningur það sem af er árinu var einnig í takt við fyrri spá og jókst um 6% frá fyrra ári. Horfur fyrir seinni helming ársins hafa hins vegar batnað þar sem virðisaukning í framleiðslu áls hefur farið vaxandi. Einnig var áframhaldandi aukning á komum erlendra ferðamanna til landsins á þriðja ársfjórðungi. Innflutningur að mestu drifinn af neysluvörum og ferðalögum Íslendinga Fyrir árið í heild er einnig spáð minni vexti innflutnings en í ágúst eða ríflega 8% í stað tæplega 9% í ágúst. Þróunin á fyrri hluta ársins skýrir að mestu minni vöxt á árinu og endurspeglar að hluta heldur dræmari vöxt þjóðarútgjalda það sem af er ári auk þess sem áætlaður skipa- og flugvélainnflutningur færist á seinni helming ársins. Innflutningur á vöru og þjónustu jókst þó um 9% milli ára á fyrri hluta ársins og vó þar þungt töluverður innflutningur á neysluvörum og flutningatækjum, sérstaklega bifreiðum, og nokkur fjölgun á ferðalögum Íslendinga erlendis. Vísbendingar út frá utanríkisviðskiptatölum Hagstofunnar, tölum Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga um Leifsstöð og könnun Capacent Gallup á fyrirhuguðum utanlandsferðum, benda til áframhaldandi kröftugs vaxtar innflutnings á þriðja ársfjórðungi, þótt líklegt sé að nokkuð dragi úr vexti vöruinnflutnings vegna samdráttar í innflutningi eldsneytis og smurolíu. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar snýst úr því að vera jákvætt í fyrra í neikvætt í ár Framlag utanríkisviðskipta í efnahagsbatanum var neikvætt þar til á síðasta ári þrátt fyrir ágætan vöxt útflutnings á tímabilinu en þá stóð það fyrir bróðurparti hagvaxtar ársins 2013 (mynd IV-16). Viðsnúningurinn í fyrra skýrist af miklum þjónustuútflutningi, grunn- áhrifum vegna innflutnings skipa og flugvéla á árinu 2012 auk þess sem innflutt þjónusta dróst saman. Þetta snerist aftur við á fyrri hluta þessa árs, einkum vegna kröftugs vaxtar innflutnings sem endurspeglar aukinn þrótt einkaneyslu og fjárfestingar. Framlag utan- ríkisviðskiptanna var neikvætt um sem nemur rúmum 2 prósentum af landsframleiðslu á fyrstu sex mánuðum ársins og er búist við að það verði neikvætt á næstu misserum þrátt fyrir ágætan vöxt útflutnings þar sem innflutningur vex hraðar samhliða aukinni innlendri eftirspurn. Meiri afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en áður var talið Afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði síðasta árs nam 8,3% af lands- framleiðslu og mælist nú um 1 prósentu meiri en fyrri tölur sýndu, að mestu vegna áðurnefndra staðlabreytinga. Afgangurinn á fyrri hluta þessa árs var nokkru minni en á sama tíma í fyrra en þó meiri en spáð 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-16 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20171 Útflutningur Innflutningur Utanríkisviðskipti Breyting frá fyrra ári (prósentur) -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 20172016201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.