Peningamál - 05.11.2014, Side 29

Peningamál - 05.11.2014, Side 29
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 29 INNLENT RAUNHAGKERFI sem áður var flokkuð með út- og innflutningi vöru dróst einnig tölu- vert saman og veldur því að þjónustuútflutningur eykst nokkru minna en áætlað var í síðustu Peningamálum auk þess sem útflutnings- tekjur af ferðamannaiðnaði voru heldur lakari en búist var við. Í takt við ágústspána dróst útflutningur sjávarafurða saman um 10% milli ára á fyrri hluta ársins og hafa horfur fyrir seinni helming ársins lítið breyst en aflasamdráttur sem varð á fyrri hluta ársins hefur stöðvast og var aflinn óbreyttur á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Álútflutningur það sem af er árinu var einnig í takt við fyrri spá og jókst um 6% frá fyrra ári. Horfur fyrir seinni helming ársins hafa hins vegar batnað þar sem virðisaukning í framleiðslu áls hefur farið vaxandi. Einnig var áframhaldandi aukning á komum erlendra ferðamanna til landsins á þriðja ársfjórðungi. Innflutningur að mestu drifinn af neysluvörum og ferðalögum Íslendinga Fyrir árið í heild er einnig spáð minni vexti innflutnings en í ágúst eða ríflega 8% í stað tæplega 9% í ágúst. Þróunin á fyrri hluta ársins skýrir að mestu minni vöxt á árinu og endurspeglar að hluta heldur dræmari vöxt þjóðarútgjalda það sem af er ári auk þess sem áætlaður skipa- og flugvélainnflutningur færist á seinni helming ársins. Innflutningur á vöru og þjónustu jókst þó um 9% milli ára á fyrri hluta ársins og vó þar þungt töluverður innflutningur á neysluvörum og flutningatækjum, sérstaklega bifreiðum, og nokkur fjölgun á ferðalögum Íslendinga erlendis. Vísbendingar út frá utanríkisviðskiptatölum Hagstofunnar, tölum Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga um Leifsstöð og könnun Capacent Gallup á fyrirhuguðum utanlandsferðum, benda til áframhaldandi kröftugs vaxtar innflutnings á þriðja ársfjórðungi, þótt líklegt sé að nokkuð dragi úr vexti vöruinnflutnings vegna samdráttar í innflutningi eldsneytis og smurolíu. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar snýst úr því að vera jákvætt í fyrra í neikvætt í ár Framlag utanríkisviðskipta í efnahagsbatanum var neikvætt þar til á síðasta ári þrátt fyrir ágætan vöxt útflutnings á tímabilinu en þá stóð það fyrir bróðurparti hagvaxtar ársins 2013 (mynd IV-16). Viðsnúningurinn í fyrra skýrist af miklum þjónustuútflutningi, grunn- áhrifum vegna innflutnings skipa og flugvéla á árinu 2012 auk þess sem innflutt þjónusta dróst saman. Þetta snerist aftur við á fyrri hluta þessa árs, einkum vegna kröftugs vaxtar innflutnings sem endurspeglar aukinn þrótt einkaneyslu og fjárfestingar. Framlag utan- ríkisviðskiptanna var neikvætt um sem nemur rúmum 2 prósentum af landsframleiðslu á fyrstu sex mánuðum ársins og er búist við að það verði neikvætt á næstu misserum þrátt fyrir ágætan vöxt útflutnings þar sem innflutningur vex hraðar samhliða aukinni innlendri eftirspurn. Meiri afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en áður var talið Afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði síðasta árs nam 8,3% af lands- framleiðslu og mælist nú um 1 prósentu meiri en fyrri tölur sýndu, að mestu vegna áðurnefndra staðlabreytinga. Afgangurinn á fyrri hluta þessa árs var nokkru minni en á sama tíma í fyrra en þó meiri en spáð 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-16 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20171 Útflutningur Innflutningur Utanríkisviðskipti Breyting frá fyrra ári (prósentur) -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 20172016201520142013201220112010

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.