Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 21

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 21
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 21 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR endurfjármagna eldri íbúðalán hjá sjóðnum með nýjum útlánum inn- lánsstofnana (mynd III-13). Samanlögð hrein ný útlán innlánsstofnana og Íbúðalánasjóðs til heimila námu þannig um 26 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins sem er rúmlega fjórðungi minni útlánaaukning en á sama tímabili í fyrra. Eignaverð og fjármálaleg skilyrði Íbúðaverð hefur hækkað en í samræmi við helstu efnahagsstærðir Fyrstu þrjá fjórðunga ársins jókst fjöldi kaupsamninga um tæplega 9% og íbúðaverð hækkaði um rúmlega 6% að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Verðhækkunin stafar að mestu af verðhækkun fjölbýlis enda eftirspurnin eftir minni íbúðum talsverð. Hækkun íbúðaverðs hefur verið í ágætu samræmi við spá Seðla- bankans frá því í ágúst og í takt við helstu efnahagsstærðir. Hlutfall íbúðaverðs af tekjum var til að mynda nærri langtímameðaltali sínu í fyrra, ólíkt því sem sést í mörgum öðrum OECD-ríkjum (mynd III-14). Þá var byggingarkostnaður á fermetra, miðað við einfalt meðaltal algengra tegunda íbúðarhúsnæðis, tæplega 10% hærri en íbúðaverð á þriðja fjórðungi ársins samkvæmt upplýsingum frá ráðgjafarfyrir- tækinu Hannarr ehf. Jafnframt eru hlutföll milli íbúða- og leiguverðs á fermetra fremur lág um þessar mundir sem gefur vísbendingar um að hagstæðara sé að festa kaup á íbúð en að leigja. Aukin velta á hlutabréfamarkaði í október Verðvísitala OMXI8 hefur hækkað um 3,1% frá síðustu Peningamálum. Litlar verðbreytingar voru á hlutabréfamarkaði á þriðja fjórðungi ársins og velta var lítil. Á þessu varð nokkur viðsnúningur í kjölfar birtinga uppgjöra og með nokkrum stórum viðskiptum í október. Heildarvelta á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur þó einungis aukist um rúm 2% miðað við sama tímabil í fyrra. Skuldir heimila og fyrirtækja fara enn minnkandi … Lækkun skulda einkageirans sem staðið hefur yfir frá árinu 2009 miðar áfram. Skuldir heimila lækkuðu um 5 prósentur af landsframleiðslu á fyrri hluta þessa árs, í 97% af landsframleiðslu (mynd III-15).4 Á sama tímabili hafa skuldir fyrirtækja lækkað um 8 prósentur af landsfram- leiðslu og námu um 105% af landsframleiðslu í lok júní sl. Skuldir einkageirans voru því um 202% af landsframleiðslu um mitt ár, álíka miklar og á síðari hluta 2004 og um 170 prósentum af landsfram- leiðslu lægri en þegar þær voru mestar haustið 2008. … og hrein eign þeirra vaxandi Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni námu heildareignir heimila um 396% af landsframleiðslu í árslok 2013 (226% án lífeyriseigna) og hækkuðu um 11 prósentur af landsframleiðslu frá fyrra ári (mynd III-16). Eignir fyrirtækja, án eignarhaldsfélaga, námu um 444% af landsframleiðslu í árslok 2013 og hafa lækkað samfleytt frá árinu 4. Innleiðing nýs þjóðhagsreikningastaðals og aðrar endurbætur sem Hagstofa Íslands hefur gert á útreikningi þjóðhagsreikninga hafa leitt til hækkunar í fjárhæð landsframleiðslunnar aftur til ársins 1997 og þannig lækkað skuldahlutföll (sjá nánar í rammagrein 1). Ma.kr. Mynd III-13 Hrein ný íbúðalán innlánsstofnana og ÍLS til heimila1 Janúar 2013 - september 2014 1. Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Innlánsstofnanir - óverðtryggð Innlánsstofnanir - verðtryggð Innlánsstofnanir - í erlendum gjaldmiðlum ÍLS - verðtryggð Innlánsstofnanir og ÍLS - alls -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 20142013 % af VLF Mynd III-15 Skuldir heimila og fyrirtækja1 2003-20142 1. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. Án eignarhaldsfélaga. 2. Lok júní 2014. Áætlun Seðlabankans fyrir VLF árið 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki 0 50 100 150 200 250 300 350 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Frávik frá meðaltali 1997-2013 (%) Mynd III-14 Núverandi hlutfall húsnæðisverðs og tekna í nokkrum OECD-ríkjum1 1. Hlutfall Japans er frá árinu 2012 og miðast við meðaltal áranna 1997-2012 = 100. Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands. -30 -20 -10 0 10 20 30 Ír la nd Ja pa n1 Ba nd ar ík in D an m ör k Þý sk al an d O EC D Po rt úg al Ís la nd Sp án n Fi nn la nd Á st ra lía Br et la nd N ýj a- Sj ál an d Sv is s Sv íþ jó ð Ít al ía N or eg ur K an ad a Fr ak kl an d Be lg ía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.