Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 10

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 10
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 10 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Efnahagshorfur munu að hluta ráðast af umfangi framkvæmda í orkufrekum iðnaði Eins og rakið er í ágústhefti Peningamála gerir grunnspá bankans ekki lengur ráð fyrir því að ráðist verði í framkvæmdir tengdar álveri Norðuráls í Helguvík á spátímanum. Hins vegar er gert ráð fyrir fram- kvæmdum í tengslum við uppbyggingu á þremur kísilverum sem áætlað er að hefji framleiðslu á árunum 2016-2017. Hugmyndir eru einnig uppi um byggingu fjórða kísilversins sem er nokkru stærra en hin þrjú og verði af því er áætlað að það hefji framleiðslu á svipuðum tíma. Gangi það eftir gæti fjárfesting í orkufrekum iðnaði því orðið töluvert meiri á næstu árum en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Vöxtur þjóðarútgjalda gæti þá orðið um 1-1½ prósentu meiri á ári á næstu tveimur árum en hagvaxtaráhrifin yrðu heldur minni þar sem þessari fjárfestingu fylgir töluverður innflutningur á fjárfestingarvöru auk þess sem hærra gengi og hærri vextir vega á móti. Hagvöxtur gæti því orðið allt að ½ prósentu meiri á næstu tveimur árum (mynd I-16). Frekari framkvæmdir myndu einnig leiða til aukins útflutnings þegar framleiðsla hefst en áhrifa þeirra fer fyrst að gæta undir lok spátímans sem hér er horft til. Reynslan af ítrekuðum töfum við uppbyggingu álversins í Helguvík sýnir að grunnspáin gæti einnig falið í sér of bjartsýnar for- sendur um framkvæmdir í orkufrekum iðnaði. Mynd I-16 sýnir því einnig dæmi þar sem ekki verður af neinum framkvæmdum tengdum kísilverum á spátímanum. Fjármunamyndun yrði að öðru óbreyttu veikari en í grunnspánni og vöxtur þjóðarútgjalda minni. Áhrifin á hagvöxt eru minni þar sem innflutningur verður minni og lægri vextir og lægra gengi krónunnar vega á móti. Hann gæti þó orðið um 0,7 prósentum minni á næsta ári. Þrálátar verðbólguvæntingar gætu grafið undan efnahagsbatanum Frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp vorið 2001 og þar til nýlega hefur Seðlabankanum gengið frekar illa að tryggja verðstöðug- leika og hefur verðbólga ítrekað verið yfir markmiði og stundum tölu- vert.3 Þessi slaki árangur hefur veikt trúverðugleika peningastefnunnar og áhrifa hans gætir enn í mótun hennar (sjá kafla III). Í grunnspánni er gert ráð fyrir að langtímaverðbólguvænt- ingar verði í takt við verðbólgumarkmiðið á meginhluta spátímans. Hugsanlegt er að matið byggist á of bjartsýnum forsendum og að lengri tíma taki að skapa verðbólguvæntingum kjölfestu og því gæti undirliggjandi verðbólguþrýstingur verið vanmetinn. Verði verð- bólgu væntingar þrálátari þyrftu vextir Seðlabankans þá að öðru óbreyttu að vera hærri en í grunnspánni. Hagvöxtur yrði þá minni og slakinn í þjóðarbúinu meiri svo að tryggja megi að verðbólga haldist nálægt markmiði þrátt fyrir þrálátar verðbólguvæntingar. Mynd I-17 sýnir þetta: haldist langtímaverðbólguvæntingar nálægt 4% á spá- tímanum og sé áhættuþóknun vegna óvissra verðbólguhorfa hærri en í grunnspánni þurfa vextir bankans að vera nokkru hærri en í grunndæminu og gæti vöxtur þjóðarútgjalda þá mögulega verið um ½ prósentu minni á ári á næstu tveimur árum og hagvöxtur um 0,3 3. Sjá nánar umfjöllun um árangur peningastefnunnar í kafla 3 í „Valkostir Íslands í gjald- miðils- og gengismálum“, Sérrit nr. 7. 1. Myndin sýnir gengisforsendu grunnspár Peningamála 2012/4-2014/3 yfir tímabil elstu spárinnar (til fjórða ársfjórðungs 2015). Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala Mynd I-15 Gengisforsenda grunnspár Peningamála - bil síðustu 8 spáa1 PM 2014/4 PM 2014/3 Miðgildi síðustu 8 spáa Bil 1. og 3. fjórðungs síðustu 8 spáa Bil hæsta og lægsta gildis síðustu 8 spáa 200 205 210 215 220 225 230 235 240 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands. Frávik frá grunnspá (prósentur) Mynd I-16 Fráviksdæmi með mismunandi umfangi í framkvæmdum við kísilver Hagvaxtaráhrif framkvæmda við fjögur kísilver í stað þriggja Hagvaxtaráhrif ef það eru engar framkvæmdir við kísilver -0,8 -0,6 -0,4 -0,2 0,0 0,2 0,4 0,6 2017201620152014 Heimild: Seðlabanki Íslands. Frávik frá grunnspá (prósentur) Mynd I-17 Fráviksdæmi með hægari hjöðnun verðbólgu- væntinga og meiri verðbólguóvissu Hagvaxtaráhrif hægari hjöðnunar langtímaverðbólgu- væntinga og meiri óvissu um verðbólguhorfur -0,5 -0,4 -0,3 -0,2 -0,1 0,0 2017201620152014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.