Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 11

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 11
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 11 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR prósentum minni. Kostnaðurinn við að halda verðbólgu við markmið yrði því meiri en í grunndæminu. Launahækkanir í komandi kjarasamningum gætu reynst meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni Umsamin laun hafa hækkað heldur meira undanfarið en gert var ráð fyrir í síðustu spám bankans og í grunnspánni er gert ráð fyrir tiltölu- lega ríflegum launahækkunum á meginhluta spátímans. Eigi að síður er ekki búist við því að þær verði það miklar að þær tefli verðstöðugleika í tvísýnu. Söguleg reynsla bendir þó til þess að töluverð hætta sé á enn meiri launahækkunum. Verði launahækkanir umtalsvert meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni og langt umfram það sem framleiðnivöxtur gefur tilefni til myndu verðbólguhorfur versna töluvert. Auknum launakostnaði yrði líklega að hluta velt út í verðlag og meiri þrýstingur yrði á gengi krónunnar. Líklegt er að fyrirtæki myndu einnig bregðast við hærri launakostnaði með því að draga úr ráðningu starfsfólks eða með uppsögnum og fjárfesta minna en ella. Vextir Seðlabankans yrðu að vera hærri til að vega á móti auknum verðbólguþrýstingi sem myndi auka enn frekar á neikvæð áhrif aukins launakostnaðar. Bakslag gæti því orðið í efnahagsbatanum með hægari hagvexti og meira atvinnuleysi. Eins og rakið er í fráviksdæmi í kafla I í Peningamálum 2013/4 gæti verðbólga orðið hátt í 1 prósentu meiri eftir tvö ár nemi launahækkanir meðalhækkun launa síðasta aldarfjórðungs. Á sama tíma gæti atvinnustigið orðið 2% lægra en ella. Erfitt að meta slakann í þjóðarbúskapnum Samkvæmt grunnspánni er slakinn í þjóðarbúskapnum nánast horfinn og horfur á að framleiðsluspenna myndist sem hjaðnar ekki fyrr en langt er liðið á spátímann. Um þetta mat ríkir auðvitað óvissa (sjá umfjöllun í rammagreinum IV-1 í Peningamálum 2011/4 og IV-2 í Peningamálum 2013/4). Eins og rakið er hér að ofan eru alþjóðlegar hagvaxtarhorfur óvissar og miklar breytingar á umfangi framkvæmda í orkufrekum iðnaði gætu leitt til breytinga á þessu mati. Bann við verðtryggðum langtímalánum til húsnæðiskaupa gæti einnig dregið úr vexti einkaneyslu á næstu árum sem myndi leiða til þess að slakinn verði að öðru óbreyttu meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni (sjá Peningamál 2014/2). Matið á núverandi stöðu og nýliðinni þróun er ekki síður háð óvissu, eins og nýlegar breytingar á sögulegum tölum þjóðhagsreikn- inga sýna. Flestar þeirra vísbendinga sem bankinn horfir á við mat á framleiðsluspennu benda til þess að slakinn sé nánast horfinn eða við það að hverfa (mynd I-18). Þannig benda vísbendingar frá vinnu- markaði, hvort sem horft er til fráviks atvinnuleysis frá jafnvægisgildi eða fráviks hlutfalls launa af þáttatekjum frá langtímameðaltali, til þess að slakinn á vinnumarkaði sé nálægt því að hverfa. Aðrar vísbendingar gætu hins vegar bent til að slakinn sé vanmetinn. Þannig gefa vís- bendingar úr svörum forráðamanna fyrirtækja til kynna að einhver slaki sé enn til staðar þótt hann virðist einnig vera að hverfa sé horft á þennan mælikvarða. Nýlegt mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) bendir einnig til þess að enn sé einhver slaki til staðar en að hann hverfi á næsta ári. 1. Tveir mælikvarðar á fráviki atvinnuleysis frá jafnvægisatvinnuleysi (sjá rammagrein VI-1 í PM 2013/4), hlutfall launa af vergum þáttatekjum, ásamt tveimur spurningum úr könnun Capacent Gallup um getu fyrirtækja til að mæta óvæntri framleiðsluaukningu og hvort þau búa við skort á starfsfólki (frávik frá meðaltali endurskalað þannig að staðalfrávik þess sé það sama og metinnar framleiðsluspennu). Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, OECD, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd I-18 Mismunandi mat á framleiðsluspennu 2006-20141 PM 2014/4 Mat OECD Efri og neðri mörk vísbendinga um framleiðsluspennu -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.