Peningamál - 05.11.2014, Side 38

Peningamál - 05.11.2014, Side 38
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 38 ingastöðlum á landsframleiðslan að mæla alla efnahagsstarfsemi þar sem vörur og þjónusta eru seld á markaði, bæði löglega og ólöglega. Þessi liður hækkar landsframleiðsluna um 0,5% og einkaneysluna um tæpt 1%. Mynd 1 sýnir framlag þessara fjögurra þátta til breytinga á mati á landsframleiðslu frá árinu 2007. Eins og sjá má vega áhrif óbeint mældrar fjármálaþjónustu þyngst framan af en áhrif endur- flokkunar á rannsóknum og þróunarstarfsemi sem fjárfestingar vega einnig þungt. Ákvæði í ESA 2010 um að telja útgjöld til hergagna, eins og flugvéla og skipa, til fjármunamyndunar en ekki beint til samneyslu hefur nokkur áhrif víða erlendis en minni áhrif hér á landi. Ákvæðið um að telja vörur sem eru fluttar til landsins ekki með í innflutningi og útflutningi ef erlendur aðili á innfluttu vöruna og fær aftur full- unnu vöruna hefur veruleg áhrif á tölur um út- og innflutning vara og þjónustu en ekki á jöfnuð utanríkisviðskipta eða landsframleiðslu. Reglurnar um meðferð lífeyrissparnaðar eiga eftir að hafa veruleg áhrif á mælt eigið fé heimila en engin áhrif á mælda landsframleiðslu og hagvöxt. Endurskoðun á þróun hagvaxtar Þessar breytingar fela í sér að hagvöxtur hér á landi telst nú nokkru meiri en áður á tímabilinu 1997-2008 eða 4,7% á ári að meðaltali í stað 4,4% áður og munar þar mest um verulega endurskoðun á hagvexti ársins 2007. Nú er talið að hann hafi verið 9,7% en áður var hann metinn 6% (mynd 2). Það þarf að fara aftur til ársins 1971 til að finna meiri hagvöxt en þá var hann 13,1%. Efnahagssamdrátturinn 2008-2010 er talinn minni en áður; talið er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 5,1% árið 2009 og 2,9% til viðbótar árið 2010 en sambærilegar tölur í fyrra mati Hagstofunnar voru 6,6% og 4,1%. Samkvæmt nýjum tölum er hag- vöxtur frá árinu 2011 til ársins 2013 talinn lítið eitt minni en áður eða að meðaltali 2,3% á ári í stað 2,4% í fyrri tölum. Endurskoðun á ársfjórðungslegum tölum Líkt og í fyrri tölum nær árstíðarleiðrétt landsframleiðsla hámarki á fjórða fjórðungi ársins 2007 en lágmarki á fyrsta fjórðungi ársins 2010 (mynd 3). Tímasetning viðsnúnings þjóðarbúskaparins breytist því ekki frá fyrra mati. Samdrátturinn mælist hins vegar heldur minni eða 10,9% en var áður 12,2%.2 Frá því að efnahagsbatinn hófst árið 2010 er nú talið að landsframleiðslan hafi aukist um 9,3% sem er 1,8 prósentum minni vöxtur en fólst í fyrra mati. Endurskoðun á einstökum þáttum ráðstöfunaruppgjörs Við endurskoðunina hækkar nafnvirði einkaneyslu mest um 6,2% á árinu 2009 og að meðaltali um 4,3% á árunum 2009-2013. Nafn- virði samneyslu minnkar um 2,4% á árinu 1998 en er nánast óbreytt á árunum 2009-2013. Mest breytist fjármunamyndunin en nafn- virði hennar hækkar um 17,3% á árinu 2010 og að meðaltali um 15,8% á árunum 2009-2013. Út- og innflutningur alls breytist lítið en verulegar breytingar eru á því hvað telst út- og innflutningur vöru annars vegar og þjónustu hins vegar vegna fyrrgreindrar breytingar á meðhöndlun viðskipta með afurðir sem skipta ekki um eignarhald. Mældur vöxtur einstakra útgjaldaþátta breytist einnig. Sam- dráttur einkaneyslu á árunum 2008-2010 mælist nú 10,1% en var áður talinn 14,9% og munar þar mest um áhrif óbeinnar fjármála- þjónustu, sérstaklega árið 2009. Vöxtur einkaneyslu á tímabilinu Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 1 Framlög til hækkunar nafnvirðis landsframleiðslu 2007-2013 Hlutfall af landsframleiðslu skv. eldra mati (%) Óbeint mæld bankaþjónusta Rannsóknir og þróun Húsaleiga Ólögleg starfsemi Annað Samtals -1 0 1 2 3 4 5 6 201320122011201020092007 Mynd 2 Verg landsframleiðsla á föstu verðlagi og hagvöxtur 1997-2013 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Ma.kr., verðl. 2005 Breytingar í VLF, nýjar tölur (v. ás) Breytingar í VLF, eldri tölur (v. ás) VLF, nýjar tölur ( h. ás) VLF, eldri tölur (h. ás) 720 840 960 1.080 1.200 1.320 -8 -4 0 4 8 12 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Árstíðarleiðrétt landsframleiðsla 1. ársfj. 2005 - 2. ársfj. 2014 Vísitala, 1. ársfj. 2005=100 Nýjar tölur Eldri tölur 100 105 110 115 120 125 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 2. Hér er miðað við beina árstíðarleiðréttingu á landsframleiðslunni en ekki árstíðarleið- réttar tölur Hagstofunnar. Fjallað var um muninn á árstíðarleiðréttingu Seðlabankans og Hagstofunnar í rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.