Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 5

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 5
GLÓÐAFEYKIR Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga 1S. HEFTI - NÓVEMBER 1977 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Ljósmyndun: Stefán Pedersen. Bóka' og Héraðsskjalasafti Skagfirðinga Þetta 18. hefti Glóðafeykis er að verulegu leyti helgað Bóka- og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Safnið — eða öllu heldur söfnin — er ein gagnmerkasta stofnun þessa héraðs og að vísu þótt víðar væri leitað. Söfnin bæði, bókasafnið og skjalasafnið, sem mun vera eitt hið stærsta og fjölbreyttasta safn sinnar tegundar utan Reykjavíkur, eru fyrir nokkru flutt í ný og vegleg húsakynni. Þar er einnig vísir að listasafni. Skagafjarðarsýsla og Sauðárkróksbær stóðu saman að því að koma upp Safnahúsinu og sýndu þar mikinn stórhug. Söfnin eru sameign þessara aðilja. Glóðarfeykir mun koma á flest heimili sýslunnar. Því má þykja við hæfi, að ritið flytji sem flestum Skagfirðingum nokkurn fróðleik um þessa mestu og fjölbreyttustu menningarstofnun héraðsins. Hafa og til þess valizt menn, sem fyrir sakir starfa sinna við söfnin máttu teljast manna hæfastir til þeirra hluta. En þótt eigi sé teygður lopinn í rítgerðum þeirra félaga, hljóta þær að taka nokkurt rúm í Glóðafeyki. Fyrir því verður ýmist að stytta eða fella niður að þessu sinni vissa þætti, er verið hafa fastir liðir í hverju hefti að undanförnu. Stjórn Bóka- og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga skipa: Kári Jónsson, formaður, Rögnvaldur Gíslason, ritari, Kristmundur Bjarnason, Gunnar Helgason og Gísli Magnússon. G. M.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.