Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 9

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 9
GLOÐAFEYKIR 7 J3 1 Hluti af norðursal Safnahússins. Frá iðnkynningu á Sauðárkróki 1977. heldur ekki samstarfinu við rafveituna. Þeir aðilar fengu síðar aðstöðu í húsi Búnaðarbankans, sem byrjað var á um svipað leyti. Sumarið 1966 var steypt upp efri hæðin og komið undir þak og næstu árin er síðan unnið að öðrum þáttum byggingarinnar. Byrjað var á miðstöðvarlögn í apríl 1967 og þá lagt í norðurenda, einnig var sá hluti hússins múraður innan. En nú dró nokkuð úr framkvæmdahraða vegna fjárhagsörðugleika. Raunar sýndu bæði sýslunefnd og bæjarstjórn mikinn áhuga og skilning á byggingarmálinu og voru heldur rýmileg á fjárveit- ingar, en mikið þurfti til og stjórn safnanna vann ötullega að útvegun lána og styrkja til byggingarinnar. Ljóst var, að hagkvæmast yrði að ganga frá einb.verjum hluta hússins fyrst og var ákveðið að leggja áherzlu á efri hæðina, sem hýsa skyldi bókasafnið og skjalasafnið. Voru síðan hinir ýmsu þættir unnir í áföngum eftir því sem geta leyfði. Haustið 1969 var gengið frá sölu á gamla bókasafnshúsinu að Suður- götu 7, en hálf húseignin var þinglesin eign Héraðsbókasafnsins. Ríkis- sjóður keypti eignina fyrir lögreglustöð og fangahús og var kaupverð kr. 362.000.00. Gekk það að sjálfsögðu til nýbyggingarinnar. Hinn helm- ingur hússins var eign sýslu og bæjar og afsalaði stjórn safnanna sér

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.