Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 10

Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 10
8 GLOÐAFEYKIR formlega öllum umráðum þar í júní 1972, enda var þá lokið öllum flutningi þaðan í nýja húsið. Um áramótin 1969—1970 var svo fyrsti hlutinn tekinn í notkun og bókasafnið opnað í hinum nýju húsakynnum. Þá var heildar kostnaður orðinn rúmlega 5 milljónir króna og efri hæðin vel á veg komin, stigahús frágengið, einnig komið gler og miðstöð í norður hluta neðri hæðar, en suðursalur og kjallari einungis uppsteypmr og húsið ófrágengið að utan. Árið 1972 var skjalasafnið opnað fyrir almenning og 1973 er gengið frá fundarsal á neðri hæð. Lagt var parkett gólf á sýningarsalinn 1974 og lestrarsalur bókasafnsins opnaður um áramótin 1975—1976. Nú, árið 1977, er eftir að búa geymslu á neðri hæð og kjallarinn er allur ófrágenginn og lítt nothæfur. Ber nauðsyn til að Ijúka þessum verkefnum hið fyrsta til að húsið nýtist að fullu. í árslok 1975 var búið að ganga frá og innrétta húsið nokkurn veginn eins og það er í dag (1977), þótt síðan hafi bætzt við nokkur húsbúnaður. Þá var heildar byggingarverð hússins orðið 10.912.318.42 kr., en fram- lög eignaraðila sem hér segir: Skagafjarðarsýsla kr. 3.810.000,00 Sauðárkróksbær — 4.225.749,00 Ríkissjóður — 2.197.500,00 Samtals kr. 10.233.249,00 Margir aðilar unnu að þessari byggingu, sem enginn kosmr er að telja, en svo nefndir séu þeir, er umsjón höfðu með helztu verkefnum, þá er þegar getið Björns Guðnasonar og Hlyns h.f., sem sáu um að koma húsinu upp og inmértingar flestar. Eyjólfur Finnbogason ánnaðist pípu- lagningar og Jón Dagsson múrverkið. Þórður P. Sighvats hafði með höndum raflagnir og Haukur Stefánsson og Jónas Þór máluðu húsið. Að síðusm er við hæfi að lýsa húsinu í fáum orðum. Byggingin er tæpir 380 m2 að flatarmáli, tvær hæðir og kjallari undir suður hlutanum. Aðalinngangur er á austur hlið og anddyri og stigagangur norðan við miðju hússins. Kjallarinn er nálægt 230 rrr, þar er fyrst og fremst gert ráð fyrir geymslum fyrir söfnin. A neðri hæð að sunnan er 195 m? salur, búinn Ijóskösmrum, ætlaður fyrir listsýningar, hljómleika, kvöldvökur eða aðrar samkomur. I norður hluta er u.þ.b. 60 nr’ fundarsalur austan megin, en að vestan geymslur og snyrting. A efri hæð hefur bókasafnið syðri hlutann, 195 ml Skiptist sá salur eftir miðju, þannig að ausmr hlutinn er útlánasalur, en lestrarsalur og barnabókadeild eru vestan megin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.