Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 15

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 15
GLOÐAFEYKIR 13 sem flestum söfnum landsins. Er nú til spjaldskrá yfir meginhluta íslenzkra bóka safnsins. Haustið 1976 tók svo Hjalti Pálsson frá Hofi, B.A., við bókavarðar- starfinu, og stendur nú starfsemi safnsins í blóma undir stjórn hans; hefur verið keypt mikið af nýjum bókum og gert við eldri bækur, sem farnar voru að láta á sjá. En í aðfangabók safnsins eru nú (í júní 1977) skráðar tæplega 14000 bækur. Sú tala sýnir þó ekki raunverulega bóka- eign safns'ns, því að bæði er eftir að kanna, hversu margar bækur hafa eyðilagzt og glatazt, og eins er töluvert af erlendum bókum óskráð. Skal þar sérstaklega nefnt mikið og gott safn margs konar bóka og tímarita um landbúnað, sem Arni G. Eylands hefur gefið safninu á undanfömum árum. Utlán safnsins á síðasta ári voru um 21000 bindi. Hefur útlánaaukning verið stcðug, og er um 80% síðan safnið fluttist í núverandi húsnæði sitt. Langsamlega mest er lánað út af skáldsögum, en einnig töluvert af ævisögum og þjóðlegum fróðleik. Flestir lánþegar em frá Sauðárkróki, eins og eðlilegt er; þó hafa útlán til sveitafólks aukizt nokkuð á síðustu ámm, og er vonandi að áframhald verði á þeirri aukningu, svo að safnið rísi undir nafninu Héraðsbókasafn. Þá hafa verið lánaðir bókakassar í togara Útgerðarfélags Skagfirðinga upp á síðkastið. Framtíðarhorfur Héraðsbókasafns Skagfirðinga ætm að vera bjartar. Það styðst við ört vaxandi bæjarfélag og fjölmennar sveitir. Ríður nú á, að þessir eigendur safnsins haldi áfram uppbyggingu þess og það geti gegnt því hlutverki, sem því er ætlað. Gott bókasafn hlýmr alltaf að vera ein meginstoð í menningarlífi hvers bæjar og héraðs. Eiríkur Rögnvaldsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.