Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 17
GLOÐAFEYKIR
15
þeirrar gerðar, sem enn er til, er frá því laust fyrir 1600. Frá 17. öld
hafa varðveitzt nokkrar dóma- og þingabækur, svo sem úr Skagafjarðar-
sýslu (1673—1680). Frá 18. öld eru til dóma- og þingabækur úr nálega
öllum sýslum landsins, en víða vantar í. A 18. öld fara sýslumenn almennt
að halda bréfabækur, manntals- og skiptabækur. Bréfadagbækur voru og
sums staðar teknar upp seint á öldinni. Elzta skagfirzka bréfadagbókin
er frá 1803.
Oft bar við, að embættis- og sýslumenn litu á skjalagögn embætta
sinna sem einkaeign sína, og ekki ótítt, að erfingjar tækju til sín slík
gögn, sem síðan fóru á tvístring. Víst var þeim nokkur vorkunn, því að
algengt var, að embættismenn færðu einkabréf sín inn í bréfabækur
embættisins. Enn í dag er ekki trútt um, að sýslunarmenn, sem kallaðir
hafa verið til ýmissa opinberra starfa, líti svo á, að þeir eigi skjöl og
gjörðabækur stofnananna. Slík sjónarmið torvelda innheimtu gagna til
safna.
Alkunnugt er, að eigendur bændakirkna töldu sig eiga skjöl kirkna
sinna, þótt s\o væri ekki að lögum. Skjöl Reykjakirkju í Skagafirði —
á skinni, hið elzta frá 1311 — voru t.a.m. seld þýzkum verkfræðingi
laust fyrir aldamót, síðan komust þau til Bandaríkjanna með syni kaup-
andans, og þaðan heimtust þau til Þjóðskjalasafns 1951. Héraðsskjala-
safn Skagfirðinga hefur heimt inn opinber gögn frá 18. og 19- öld,
sem lengi höfðu verið í fórum einstaklinga, svo sem ættargersemar, um
önnur er kunnugt, hvar nið.ir eru komin, jafnvel hefur spurzt til slíkra
gagna í öðrum landsfjórðungum. Ymsar gjörðabækur frá 18. og 19- öld
hafa verið seldar á uppboðum í Skagafirði endur fyrir löngu með bóka-
og blaðarusli.
Tilgangur skjalasafna er margþættur, svo sem almennt fræðilegt gildi
varðandi sögu og skyldar greinar svo og hagnýtt gildi fyrir samtíðina
eins og i hagfræðilegum og læknisfræðilegum efnum og í dómsmálum.
Þau spegla þúsund ára reynslu fólksins af landinu og landsins af fólkinu.
II.
Söfn, sem geyma rituð gögn, er ekki varða opinbera stjórnsýslu — nema
þá óbeinlínis — eru nefnd handritasöfn. Þar kennir að vonum margra
grasa: sýnishorn af öllu því, sem kynslóðirnar töldu rétt að festa á blað.
Þar má líta vísnasöfn, sagnaþætti, rímur og ræðusöfn, ættfræðirit, stað-
hátta- og þjóðháttalýsingar, annála, bænir, þulur, þjóðkvæði, sendibréfa-
söfn og dagbækur o. s. frv. Handritasöfnin spegla andlega menningararf-
leifð þjóðarinnar, líf hennar í blíðu og stríðu, hugðarefni kynslóðanna;
sorg og gleði. Allt þetta hefur verið ritað vegna ástar á viðfangsefninu,