Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 19

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 19
GLOÐAFEYKIR 17 handar, er leita þurfti til skagfirzkra og húnvetnzkra fræðimanna og safnara. — A fyrri hluta 19- aldar stóð skagfirzk fræðimennska með miklum blóma, alþýðumenn og embættismenn tóku höndum saman og unnu að hugðarefnum sínum undir forsæti Jóns Espólíns sýslumanns. Séra Skúli kveður svo á í bréfi til Jóns Arnasonar: „Með þeim fróðleiks- anda, er vaktist í Skagafirði með Espólín urðu ýmsir þar til að safna ýmsum fróðleik, t.d. Tómas á Hvalnesi..." Handritasafnarar og sagnamenn eru á hverju strái í Skagafirði. Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum segir í bréfi til Jóns Árnasonar 1859: „Ég fann nú Þorstein [Þorsteinsson í Málmey], og er sannast að segja, að miklu hefir hann safnað, en lítt varð mér fésöm ferðin, því engu vill hann farga af bókum sínum að sér lifandi, sem varla er ætlandi, því trauðla hefi eg átt tal við mann, sem meir sækist eftir fornum fróðleik, einkum sögum og rímum, en ekkert hefir hann af galdra- skrifum". I sama bréfi segir Jóhannes: „Hjálmar karl á Minni-Okrum ... hefir margt til, en ekkert fæst nema í afskriftum, en það gengur seint, því bæði er hann orðinn mjög lasburða, fatlaður á höndum ... og þar til oft svo vesæll, að hann gemr ekki á penna tekið tímum saman". Skúli Guðmundsson í Brekkukoti lézt í ársbyrjun 1859 og Jóhannes á Gunnsteinsstöðum skrifar: „Maður er nú fyrir skömmu dáinn norður í Skagafirði, sem átti töluvert af gömlum skrifum, og vona eg að geta náð í það sem slægur er í af druslum hans". Handritum Skúla var skipt milli erfingja, og mun Jóhannesi aldrei hafa tekizt að krækja í þau. Hér er ekki rúm til að rekja sögu handritasafna skagfirzkra fræðimanna. Safnarar voru í hverri sveit, sums staðar margir. Mjög mikið af gögnum þeirra er nú varðveitt í Handritadeild Landsbókasafns, annað í Héraðs- skjalasafni Skagfirðinga og víðar, svo sem í eigu einstaklinga. Margt hefur glatazt. Handritum varð hætt, þegar bókaeign alþýðu óx; frumritum búin glömn, þegar svo og svo mörg afrit höfðu verið tekin. Enn em þó á meðal vor menn, sem eiga væn söfn frumrita og afrita frá fyrri tímum. Ef til vill er dýrmætum handritum í einkaeign meiri háski búinn nú en nokkru sinni. Því valda breyttir tímar. Arlega berast Héraðsskjalasafni Skagfirðinga fréttir um gömul handrit, sem farið hafa í súginn. III. Fyrsm áramgi 20. aldar virðist fremur hljótt um skagfirzka handrita- safnara og fræðimenn. Þó sváfu þeir ekki á verðinum. En andrúmsloftið var annað en forðum. Prentaðar bækur — alþýðleg rit — vom nú í hvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.