Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 20

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 20
18 GLOÐAFEYKIR manns eigu. Einangnmin var rofin, lífsvenjur þjóðarinnar tóku stakka- skiptum. Einkum gætti þess eftir heimsstyrjöldina fyrri. Æskan leitaði sér staðfestu í nýjum, ókunnum heimi, vildi leiða þjóðina út úr moldar- grenjunum; velta í rústir, reisa á ný. Það voru ekki kyn, þótt áhugi alþýðu á þjóðlegum fræðum væri ekki samur og fyrr, því að kvöldvök- urnar lögðust smám saman af; ef lesið var á vökunum, urðu prentaðar skáldsögur fyrir valinu; kvæðalestur varð æ sjaldgæfari. Þrátt fyrir þetta héldu nokkrir ungir menn í Skagafirði vöku sinni, vildu bjarga eins miklu af fornri menningararfleifð og kostur var á, e.t.v. einmitt sökum breyttra lífshátta. Ymsir fræðaþulir 19- aldar hirtu lítt um samtíðarsögu sína. Þar var því margt óljóst og óskráð; verðugt verkefni tímamótakynslóðinni. Þess hafði ekki verið nógsamlega gætt, að það, sem gerðist í gær, er orðið saga á morgun. Fyrsta skilyrði þess, að dæmt sé réttilega um samtíðina, er viðmiðun við fortíðina. Án slíks samanburðar er margs vant. Og naumast mun nokkur vísindagrein svo sjálfstæð, að hún þurfi ekki að taka mið af fortíðinni. Þegar kemur fram um 1930, fer áhugi almennings á þjóðlegri menn- ingararfleifð að glæðast að nýju. A kreppuárunum fór hann vaxandi. Raunin er oft sú, að það er eins og menn finni sárast til þess, hvílík nauðsyn er á björgun menningarverðmæta, einkum hugverka, þegar veru- lega harðnar á dalnum, óvissan um framtíðina grípur menn heljartökum. Fram að þessu höfðu skagfirzkir fræðimenn baukað hver í sínu horni, stöku menn jafnvel orðið þjóðkunnir af fræðastörfum, þótt þeir lém ekki mikið að sér kveða á ritvellinum. Að hálfnuðum fjórða áramgnum fara ýmsir áhugamenn að ýja í þá átt að skipuleggja þurfi fræðastörf í Skagafirði, safna til héraðssögu. Nú er óljóst, hver fyrsmr impraði á þessari hug- mynd. I ársbyrjun 1937 boðuðu nokkrir áhugamenn til fundar um þessi efni. Fundarboðendur voru: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað. Hinn 6. febrúar komu svo nokkrir menn saman á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki og ræddu stofnun félags, sem annaðist söfnun og útgáfu skagfirzkra fræða. Afmr var boðað til fundar 16. apríl, og þá var Sögufélag Skagfirðinga stofnað. Félagar voru 41. Fyrsm stjórn skipuðu Sigurður Sigurðsson, sýslumaður, formaður, en meðstjórnendur vom Jón á Reynistað, Stefán Vagnsson, þá bóndi á Hjaltastöðum, Gísli Magnússon í Eyhildarholti, séra Tryggvi Kvaran, Guðmundur Davíðsson á Hraunum og Margeir Jónsson á Ogmundar- stöðum. Varaformaður var kosinn séra Helgi Konráðsson, en skjótt var hann tekinn í aðalstjórnina og gegndi gjaldkerastörfum félagsins til dauðadags (1959). — Þegar þetta er ritað (1976), eru enn á lífi átta stofnendur félagsins.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.