Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 21
GLOÐAFEYKIR
19
í 2. gr. félagslaga segir: „Tilgangur félagsins er — eftir því sem
efni leyfa — að gefa út rit, er heiti Safn til sögu Skagfirðinga..." I 3. gr.
er kveðið svo á: „Félagið greinist í tvær deildir: a) Skagafjarðardeild. I
henni séu Skagfirðingar, búsettir í Skagafirði og annars staðar á Norður-
landi b) Reykjavíkurdeild: I henni séu Skagfirðingar, búsettir í Reykjavík
og annars staðar, að undanteknu Norðurlandi". Með þessu fyrirkomulagi
mátti telja tryggt, að Skagfirðingar í Reykjavík legðu félaginu lið, sem
og varð.
I sama mund og unnið var að stofnun Sögufélagsins var gangskör
gerð að því að safna skagfirzkum h.andritum og fá þeim samastað.
Veglegt hús var reist yfir Bókasafn Skagfjarðarsýslu 1936, og brátt fékk
hinn litli vísir að handritastofnun þar inni.
Eigi löngu síðar hófst útgáfa Skagfirzkra fræða með riti Magnúsar
Jónssonar: Ásbirningum (1939). Síðan hefur félagið gefið út fjölda rita
svo sem alkunnugt er, og verður sú saga ekki rakin á þessum blöðum.
Fyrsta áratuginn, sem Sögufélag Skagfirðinga starfaði, eignaðist það
allmikið af handritum, einkum þætti ýmislegs efnis, er félagsmenn sömdu,
og þá var einnig hafizt handa um að afrita kirkjubækur, manntöl og
sagnfræðirit, svo sem Sögu Skagstrendinga og Skagamanna og Húnvetn-
ingasögu; Skagfirðingasaga var afrituð 1913 fyrir Bókasafn Skagafjarðar-
sýslu. Árið 1939 eða þar um bil var stofnað til safns um skagfirzkar
ættir, Safn til skagfirzkra cetta: fólk látið fylla út spurningalista. Eru
þetta orðnir miklir doðrantar. — Lítil áhersla virðist hafa verið lögð á
að safna handritum frá 18. öld og öndverðri 19- öld, sem enn voru til í
héraði. Má vera, að eigendur hafi verið fastir á þeim og eigi látið laust.
Árið 1946 keypti Skagafjarðarsýsla og Sögufélag Skagfirðinga í félagi
handrit og bækur úr dánarbúi Péturs ættfræðings Zóphóniassonar fyrir
8 þúsund krónur, — mikið fé þá. Ári síðar var Héraðsskjalasafn Skag-
firðinga stofnað eða um leið og lög gengu í gildi um slík söfn. Reglu-
gjörð fyrir safnið er frá árinu 1951.
IV.
Á sýslufundi Skagfirðinga 23. apríl 1947 lagði menntamálanefnd, en
hana skipuðu Jón Sigurðsson á Reynistað, Gísli Magnússon í Eyhildar-
holti og Valgarð Blöndal, fram svofellda tillögu:
„Sýslunefnd samþykkir að stofna þegar til héraðsskjalasafns fyrir Skaga-
fjarðarsýslu, samkv. lögum þar um. Skal safnið varðveitt í húsakynnum
Bókasafns Skagafjarðarsýslu. Stjórn B.S. hefir með höndum stjórn héraðs-
skjalasafnsins og framkvæmdir allar í þágu þess, aflar eftir því, sem auðið
er, skjalasafna þeirra embætta og stofnana er í téðum lögum greinir og