Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 25

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 25
GLÓÐAFEYKIR 23 ins hefur margfaldazt á fjórum árum. Aðalatriðið er um sinn, að innheimta gangi sem bezt, gömlum handritum verði bjargað frá glötun og fenginn samastaður, aðfangabók sé færð. Að vísu er afgreiðsla miklum erfiðleikum bundin, meðan mesmr hluti safnsins er óskráður, endaþótt meiri hluti þess hafi fengið nokkra aðhlynningu. — Skrásetning almennra handrita er verr á vegi stödd, en hlutverk safnsins er tvíþætt sökum þess hve mikið er varðveitt þar af handritum almenns efnis, og alltaf bætist í búið. Hefur drýgst dregið tii þess safn Jóns á Reynistað. Tugir manna innan sýslu og utan hafa fært safninu dýrmætar handritagjafir. A síðast- liðnu ári voru gefendur 58. Eitt elzta handrit safnsins er Konungsskuggsjá og Sverrissaga á einni bók; handritið er skrifað af Magnúsi Þórólfssyni fyrir Magnús Jónsson digra í Vigur um 1660. Ovíst er, hvenær safnið eignaðist handritið. Arum saman var bókin í láni, brá sér m.a. til Kaupmannahafnar, hafði þar sýningu á sér og gekk aukinheldur meðal handritafræðinga í Reykjavík. Heim kom Konungsskuggsjá uppdubbuð; farið hafði fram hreinsun og viðgerð á handritinu, og er það í góðu ásigkomulagi. Ekki eru tök á að fjalla um einstök handrit hér. I safninu eru leifar af því veganesti, sem horfnar kynslóðir þurftu á lífsgöngu sinni: bænir sálmar, stólræður, líkræðusöfn og predikana-, tækifærisræður, ævisögu- þættir, kvæði og kviðlingar, þættir úr atvinnusögu, rímur og þulur, dag- bækur og einkabréfsöfn, o. s. frv. Sendibréfasöfn eru mörg frá 19- og 20. öld, einnig allnokkurt safn dagbóka. Rétt er að taka fram, að nýleg sendibréfasöfn, svo og dagbækur, eru ekki lánuð á lestrarsal, jafnvel þó ekki hvíli slíkar kvaðir á gjöfunum. Þeir, sem gefa safninu handrit og ætla þau ekki til nota fyrst um sinn, geta skilyrt gjöfina, t.a.m. látið innsigla hana, ef þurfa þykir og ritað á, hvenær rjúfa megi innsigli. Þessi réttur hefur aðeins tvívegis verið notaður, en ýmsir hafa farið munnlega fram á, að ákveðin gögn séu ekki lánuð á lestrarsal að svo stöddu. Fólki er því óhætt að gefa safninu hvers konar handrit, og betra er ekki hægt að gera því en skáka að því gjöfum. Héraðsskjalasafnið nær ekki einvörðungu til hvers konar ritaðra gagna: Þar er mikið myndasafn, eins og áður er vikið að, mannamyndir, atburða- og umhverfismyndir. Sögufélag Skagfirðinga hafði viðað að sér manna- myndum vegna útgáfu á Skagfirzkum æviskrám, og eru þær nú eign safnsins, en því hefur einnig borizt aðrar myndagjafir undanfarna áratugi, en sá galli er stundum á gjöf, að myndirnar eru ónafngreindar, jafnvel heil myndasöfn (album), sem einhvern tímann hafa verið gefin úr dánar- búum, en yngri kynslóðin trúlega engin skil kunnað á myndunum. Það

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.