Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 26
24 GLOÐAFEYKIR er því ekki vanþörf á að brýna fyrir fólki að rita nafn við hverja mynd; enginn veit, hvenær slíkt kann að verða um seinan. — Stærsta mynda- gjöfin er frá Sigrúnu M. Jónsdóttur, ekkju Kristjáns C. Magnússonar verzlunarmanns á Sauðárkróki, er lengi starfaði á vegum Sögufélagsins og var um skeið formaður héraðsskjalasafnsins. Kristján tók ljósmyndir og safnaði gömlum myndum í hálfa öld eða allt frá því um 1920. Meiri hluti þessa myndasafns eru af mannvirkjum (svo sem húsum) og atburðum og spannar nær hundrað ára tímabil. Nú er skrásetning mynda hafin og um þær búið til frambúðar. — Héraðsskjalasafninu er að sjálfsögðu mikil þökk í að fá sem mest af myndum til varðveizlu. Héraðsskjalasafnið á og allmikið af hljómplötum, ekki hvað sízt frum- útgáfur eftir íslenzka söngvara, Sigrún M. Jónsdóttir var og gefandi þeirra. Fleira mætti tína til, sem safninu hefur áskotnazt, en hér verður staðar numið. Þótt auglýstur afgreiðslutími safnsins sé aðeins 6 klst. vikulega, á fimmrndögum kl. 8—10 að kvöldi og á fösmdögum kl. 2—6* hefur verið leitazt við að verða við beiðnum um afgreiðslu á öðrum tímum. Frá því safnið var opnað hafa háskólanemar sótt það að staðaldri, er þeir vinna að prófverkefnum um skagfirzkt og samnorðlenzkt efni. Góð vinnuaðstaða á safninu hefur sparað þeim tíma og fé, enda hafa þeir þrásinnis sýnt, að þeir kunna vel að meta þessa fyrirgreiðslu. Oft er leitað til safnsins símleiðis og skriflega hvaðanæva af landinu og einnig erlendis frá. Á síðasta ári voru afgreidd 163 erindi utan afgreiðslu- tíma, sum ærið tímafrek. Safngestir hafa verið sem hér segir: Árið 1972: 532; 1973: 343; 1974: 640 og síðastliðið ár (1975) 1014 talsins. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga hefur nánast engar beinar tekjur. Sýsla og bær leggja því hverju sinni og ákveða framlagið að fengnum tillögum stjórnarinnar. Verður ekki annað sagt en að vel hafi verið að verki staðið. Framlögin hefðu þó hrokkið skammt til að koma því í kring, sem á hefur unnizt. Margir hollvinir hafa létt því róðurinn, unnið því endurgjaldslaust og styrkt myndarlega með fjárframlögum. En eftir því sem handritum fjölgar, vex kostnaður við reksturinn. Millilagspappír, skjalaöskjur og skjalahylki kosta talsvert fé, svo að eitthvað sé nefnt. Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson) rithöfundúr gaf safninu öll handrit sín og höfundarréttinn einnig (þ. e. útgáfu- og flutningsrétt). Hefur orðið * Hér er átt við afgreiðslutíma nú (1977).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.