Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 27

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 27
GLÓÐAFEYKIR 25 nokkur tekjuauki að. Einnig má nefna, að ekkja Sigurðar Helgasonar tón- skálds, Hildur, sænskættuð, bandarísk kona, gaf héraðsskjalasafninu útgáfu og flutningsrétt að laginu Skín við sólu Skagafjörður, og hefur safnið nú árlega tekjur af því. Það er óneitanlega viðfelldnara, að Skagfirðingar eigi höfundarrétt að héraðssöng sínum en einhverjir bandarískir aðilar. I vetur leið gaf Magnús Bjarnason kennari á Sauðárkróki kr. 500 þúsund til sjóðstofnunar safninu tii styrktar, og er hann lézt síðastliðið haust gaf Verkamannaíélagið Fram á Sauðárkróki 100 þúsund krónur í sjóðinn til minningar um Magnús. —- Sjóður þessi er ekki ætlaður til að standa undir daglegum rekstri safnsins. Enn er þess að geta, að Menningarsjóður Sparisjóðs Sauðárkróks hefur reynzt safninu með mesm ágætum, gefið því stórfé til tækjakaupa. Þeim sjóði má þakka, að það á nú eina fullkomnustu lesvél, sem til er hérr lendis. — Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga hefur og árlega munað eftir safninu. Fleiri stofnanir og einstaklingar hafa sýnt því vinarhug. Um framlag ríkisins þarf ekki að eyða mörgum orðum. Síðustu árin hefur styrkurinn verið kr. 10 þúsund. Þó brá svo við í fyrra, að hann komst upp í 20 þúsund krónur. Eins og áður er greint, eru héraðsskjalasöfn eins konar útibú frá Þjóðskjalasafni Islands, ríkisstofnun. Það ætti því að vera ljóst, að þeir sem fjármagna Héaraðsskjalasafn Skagfirðinga, færa ríkinu árlega stórgjafir, ekki einungis í fjármunum heldur og í handritum, og fullyrða má, að það er aðeins á færi heimamanna að bjarga til safnsins ýmsum opinberum skjalgögnum, sumum allfornum ,og verðmætum sem verið hafa á víð og dreif í „einkaeign". — Tómlæti ríkisvaldsins gagnvart starfrækslu þessa safns, verður Skagfirðingum naumast hvatning til að halda vöku sinni, þegar til lengdar læmr. Héraðsskjalasafni Skagfirðinga er mikil þökk í að fá handrit til varð- veizlu. Bent skal á, að safnið á ágæta ljósritunarvél, svo að auðvelt er að fá ljósrit af handritum, sem oft verða frumritinu skýrari. Þeir, sem ekki vilja láta laust að sinni, ættu að lána handrit sín til ljósritunar. Ekki er að efa, að enn eru merk handrit í einkaeign í Skagafirði, þótt ekki sé trúlegt, að á fjörur reki svo mikið sem „minutissima particula" úr fornritum. Þó er aldrei að vita! En rétt er að minnast þess, að handrit geta verið gagnmerk, þótt nýleg séu, t.a.m. dagbækur og sendibréf frá ofanverðri 19. öld eða frá fyrri hluta 20. aldar. Tíminn líður hratt, fjölbreytni lífsins mikil, sagan alltaf í deiglunni. Innan á spjöldum og á saurblöðum gamalla bóka getur oft að líta slitur af sendibréfum eða öðrum skrifum. Vel gerðu þeir, sem slíkar bækur eiga, að koma með þær á safnið, svo að hægt sé að ljósrita párið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.