Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 29

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 29
GLOÐAFEYKIR 27 Aðalfundir MJÓLKURSAMLAGS SKAGF. OG KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA FYRIR ÁRIÐ 1976. Fyrir sakir rúmleysis verður frásögn af fundunum stutt og ófullkomin að þessu sinni. Aðalfundur Mjólkursamlags Skagf. var haldinn í félagsheimili Rípur- hrepps 2. júní. Sólberg Þorsteinsson, samlagsstjóri, flutti mjög greinagóða skýrslu um reksmr samlagsins á liðnu ári. Innvegin mjólk var röskl. 9 millj. kg. Framl. voru 228 tn. af smjöri, 66 tn. af kaseini og 374 tn. af ostum. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í salarkynnum félags- ins á Eyrinni á Sauðárkróki 7. og 8. júní. Hófst fundur kl. 2 e.h. báða fundardaga og stóð til kl. 10 að kvöldi fyrri daginn, til miðnættis hinn síðara. Smtt kaffihlé var báða daga. Seinni daginn sám nefndir að störfum áður en fundur hófst. Fundarstjórar vom Geirmundur Jónsson og sr. Gunnar Gíslason, en fundarritarar Magnús Sigurjónsson, Sauðárkr. og Þórarinn Magnússon á Frostastöðum. I byrjun fundar minntist formaður 22 félagsmanna, er láti2t höfðu frá því er síðasti aðalfundur var haldinn fyrir rösku ári, greindi nöfn þeirra og heimili, fæðingardag og ár svo og dánardag. Form., Gísli Magnússon, og framkvæmdastj., Helgi Rafn Traustason, fluttu ýtarlegar skýrslur um hag og rekstur félagsins á s.l. ári og ræddu auk þess nokkuð um samvinnumál almennt. Form. gat þess í upphafi máls, að haldnir hefðu verið 10 stjórnar- fundir milli aðalfunda, tekin fyrir og rædd 78 mál, smærri og stærri, og 56 ályktanir samþykktar; samlagsráð héit 9 fundi og stjórn Fiskiðjunnar h.f. 5 bókaða fundi milli aðalfunda. Undir lok ræðu sinnar mælti form. á þessa leið: „Tímarnir eru breyttir. Menn em ekki eins tengdir sínum eigin félögum, ekki gæddir jafn ríkri samábyrgðarkennd, ekki jafn lifandi samvinnu- hugsjón og áður var títt. Sumir, sem þykjast þó vera góðir og gildir samvinnumenn, telja sjálfsagt að sitja við þann eldinn sem bezt brennur hverju sinni, án þess að horfa um fætur fram. Hér á tíðarandinn megin- sök... Það vom sameiginlegir erfiðleikar fátækra bænda, sem hrundu

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.