Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 30

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 30
28 GLOÐAFEYKIR Fyrsta mjólkurtaka í tankbil í Skagafirði. Myndin er tekin í Útv’ík 29. apríl 1977. samvinnuhreyfingunni af stokkum, gæddu hana lífi, báru hana fram til sigurs — til ómetanlegrar blessunar fyrir þjóðina alla, einnig þá, sem andvígir eru samvinnustefnunni, skilja hana hvorki né vilja skilja. Sam- eiginlegir erfiðleikar tengja menn saman, glæða félagslega ábyrgðarkennd. Þegar bemr blæs losnar um tengslin. Þá vill stundum fara svo, að hver oti sínum tota meir en hófi gegnir, meir en hollt er fyrir heildina, reki inn fleyg, þar sem ef til vill vottar fyrir sprungu. Samvinnufélögin áttu þegar í öndverðu og eiga enn hatramma andstæðinga. Við því er ekkert að segja. Allar félagsmálastefnur, jafnvel allar mannbótastefnur, eiga sína andstæðinga. Opinber andstaða, jafnvel beinn fjandskapur, vinnur samvinnufélögunum trauðla varanlegan geig. Innri sundrung, skortur á félagslegri ábyrgðarkennd, er mesmr háskinn. Það höfuðmein hefur smndum valdið því, að félög hafa riðað til falls. Engimt má skilja orð mín svo, að ég sé að hafa á móti gagnrýni. Heilbrigð gagnrýni sprottin af góðum hug, borin fram til að benda á það, sem bemr mætti fara, en ekki af illkvittni, er holl og góð og raunar hrein nauðsyn hverju félagi.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.