Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 31
GLOÐAFEYKIR
29
... Sannleikurinn er sá, að félagsmenn skortir lifandi áhuga, allt of
marga, bæði hér og annars staðar. Ljóst dæmi um það er hve deildarfundir
eru illa sóttir, þótt mjög sé misjafnt eftir deildum. Við skulum gera
okkur fullkomlega Ijóst, að fjöldi manna á starfssvæði K. S., einkum hin
yngri kynslóð, er næsta ófróð um eðli og starfsemi félagsins, að ég ekki
tali um tilgang þess. Þarna er háski búinn. Hversu margir ungir menn —
og raunar eldri líka — gera sér ljósa grein fyrir höfuðþýðingu þeirrar
staðreyndar, að óskiptilegar eignir K. S. verða aldrei fluttar brott úr
þessu héraði? Skildu þeir allir sk'lja eðli og tilgang stofnsjóðs? Mundi
þeim öllum vera kunnugt, að kaupfélagið hefur um langt skeið varið á
ári hverju vænum fúlgum til margvíslegra, menningarmála? Svona mætti
lengi spyrja, jafvel um hin einföldusm atriði.
Eftir því sem ég hugsa lengur um þessi mál, að sama skapi verður mér
æ betur ljóst, að hér verður trauðla úr bætt með öðru móti en góðri og
markvissri fræðslustarfsemi, sem áður var raunar betur miklu rækt en nú.
Á engu ríður K. S. meir, á engu ríður kaupfélögunum meir en að
almenningur þekki og skilji tilgang þeirra, efnahagslegan og eigi síður
félagslegan, skilji, að félögin eru ekki einhver óviðkomandi aðili, finni
og skilji, að kaupfélögin eru til fyrir fólkið en ekki öfugt, að félögin
eru fólkið sjálft..
I skýrslu kaupfélagsstjóra, sem var löng og um margt mjög eftirtektar-
verð, kom m.a. þetta fram:
Á árinu 1976 fjölgaði félagsmönnum K. S. um 70 og voru þeir í
árslok 1.397.
Fastráðnir starfsmenn félagsins og fyrirtækja þess voru um áramót 182
auk 15 hjá Sængur- og svefnpokagerðinni, eða alls 197. Utgefnir launa-
miðar voru 1.030, greidd laun og launatengd gjöld 431,6 millj. kr., og
opinber gjöld, þar með talinn söluskattur, 181,3 millj. Fjárfestingar á
árinu 103,3 millj. kr.
Lógað var á vegum félagsins 63 þús. fjár og 1.700 nautgr. og hrossum.
Félagið greiddi bændum 1.056 millj. kr. fyrir búvöru á árinu, en alls
nam sala á innl. afurðum 1.275 millj. kr. Heildarvelta félagsins varð
3-265 millj. króna á árinu 1976.
Framkvæmdastj. Fiskiðjunnar h.f. las og skýrði reikninga fyrirtækisins
fyrir s.l. ár. Gekk reksturinn vel og skilaði tæpl. 8,3 millj. kr. hagnaði.
Umræður urðu að vanda miklar á fundinum, fluttar alls 143 ræður,
margar smttar að vísu — og þó eigi nærri allar, margar tillögur bornar
fram; verður hér á eftir getið þeirra, er samþykktar vora.
Stjórn félagsins skipa: Gísli Magnússon form., Jóh. Salb. Guðmundsson
varaform., Þorsteinn Hjálmarsson ritari, Gunnar Oddsson, Jónas Haralds-