Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 39
GLOÐAFEYKIR
37
Gönml mynd frá hafnargerð á Sauðárkróld.
kaup. Það gat ég því miður ekki, því að þá var konan mín orðin veik.
Hinsvegar gat ég ráðið til hans nokkra menn, sem hann bað mig um.
Þegar ég kom afmr tii Sauðárkróks, bauðst mér vinna við smíðar
hjá Pétri heimum Sigurðssyni, sem þá var að byggja slámr- og frysti-
húsið fyrir kaupfélagið suður á Mölinni. Þar vann ég um sumarið. Þýzkur
maður hafði verið fenginn til þess að setja niður frystivélarnar og bað
sr. Sigfús mig að vinna með honum. Tók svo að mér gæslu vélanna
næsta ár. Gerði það raunar hálf nauðugur, því að ég taldi mig ekki mann
til þess, en lét þó til leiðast fyrir orð sr. Sigfúsar.
Vorið 1930 fór ég til Siglufjarðar og vann þar að húsbyggingum hjá
mínum gamla kennara Þórði Jóhannessyni. Samtímis hafði ég ákveðið að
ráðast í byggingu íbúðarhúss fyrir sjálfan mig á Sauðárkróki, fékk slegið
upp fyrir sökklinum og steypta plöm meðan ég var á Siglufirði. Húsinu
kom ég svo undir þak fyrir haustið, en það er nr. 34 við Freyjugöm á
Sauðárkróki. I þessu húsi bjuggum við í 7 ár, en þá seldi ég kaupfélaginu
húsið á kr. 11.500,00. Var þá farinn að skulda kaupfélaginu full mikið,
að mér fannst og kærði mig ekkert um að það tapaði neinu á mér.
Kaupfélaginu tókst svo litlu seinna að selja húsið og þá á kr. 20 þús.
Þótt ég seldi húsið hafði ég efri hæðina á leigu fyrst um sinn og bjó þar,
en Sigurður Jósafatsson á neðri hæðinni. Enn var ég svo við byggingar
hjá Þórði Jóhannessyni úti á Siglufirði vorin 1932 og 1933.