Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 40
38
GLOÐAFEYKIR
Þegar hafnargerði hófst á Króknum var ég einn af smiðunum við hana.
Hafði nú hug á að verða mér úti um full smíðaréttindi því að heita
márti, að ég væri að mesm farinn að vinna við slík störf. Tími minn hjá
Þórði taldist námstúni, þótt sundurslitinn væri. Auk þess var ég víðar
búinn að vinna við smíðar, eins og fram hefur komið í þessu spjalli. Og
meistarabréfið fékk ég svo, eins og áður hefur komið fram.
Við hafnargerðina vann ég svo næsm sumur. Eyþór Þórarinsson úr
Vestmannaeyjum var yfirsmiður við höfnina. Kristján heitinn Hansen
úthlutaði vinnu til manna, en hart var um þann „munað" á kreppuárunum.
Þegar hann svo fór í vegavinnuna að vorinu, — en hann var vegaverkstjóri
í mörg ár eins og allir eldri Skagfirðingar vita, — kom það í minn hlut
að sjá um úthlutun á vinnunni. Það var hreint ekki auðvelt verk að
miðla þessari vinnu, en það var gert vikulega. Eyþór verkstjóri var
mikill orðhákur og gekk smndum töluvert á í kringum hann, en besti
drengur samt.
Einhverntíma um þetta leyti gerði ég það fyrir vin minn, Guðmund
Sigurðsson (Munda Gulla), að fara vesmr í Gautsdal í Húnavamssýslu.
Guðmundur hafði rekið að sér að byggja þar íbúðarhús fyrir Harald
Eyjólfsson bónda þar, en fékk sig svo ekki lausan úr vinnu, er til kom.
Eg hafði hinsvegar frjálsari hendur. Þarna byrjaði ég á því að rífa hús
og kom svo öðru undir þak, en Guðmundur gat verið með mér við það
síðustu vikuna. Og sjaldan hefur mér verið þakkað betur nokkurt verk
en þetta, sem ég vann fyrir Harald í Gautsdal.
Annars vann ég ekki mikið við byggingastörf í sveitinni. Hinsvegar
fékkst ég töluvert mikið við miðstöðvarlagnir i hús þar. Líklega hef ég lagt
miðstöðvar í flest Byggingar- og landnámssjóðshúsin, sem vom reist í
sveitum Skagafjarðar á þessum árum. Þau urðu að vísu ekki mörg en þó
nokkur. Miðstöðvarlagnir lærði ég þegar ég var við skólahúsbygginguna
á Hólum, svo sem fyrr segir. Þar vann pípulagningameistari frá Reykja-
vík. Tómas heitinn Jóhannsson, smíðakennari á Hólum, vann fyrst með
honum en svo tók ég einn við. Fór vel á með okkur þótt hann væri
nokkuð stór í stykkjunum, en ég held ég hafi verið sæmilega geðgóður.
Ég var svo með honum við að leggja miðstöð í læknishúsið í Hofsósi.
Þetta var nú allt mitt nám í pípulögnum og auðvitað varð ég aldrei
neinn réttindamaður í þeirri grein, en þeir vom nú ekki á hverju strái
þá og leituðu menn því gjarnan til „fúskara" í faginu, eins og ég var.
Seinna hitti ég svo meistarann hér í Reykjavík og vildi hann þá útvega
mér rértindi til pípulagna, en ég vildi ekki. Þótti nóg að vera með
réttindi í einu fagi. Kristján Sigtryggsson var oftast með mér við pípu-
lagnirnar. Auk þess lagði ég svo miðstöðvar í allmörg hús á Króknum.