Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 45
GLOÐAFEYKIR
43
Þetta sögðu þeir
Svetnbjörn Egilsson rektor:
„... því án dygðar og ráðvendni er 511 þekking hégómi og maðurinn ekki
einu sinni hálfur maður".
Dr. Sigmbjöm Einarsson bisknp:
„Gleyminn hugur og þakkarlaus gagnvart hinu liðna sér aldrei annað í
kringum sig né framundan en skugga eða hillingar".
Snorri Sigfússon:
„Fjöldi hinna beztu og vitrustu manna hafa játað og boðað þá trú, að
kristindómurinn sé leiðin til farsældar, siðmenningin haldi ekki velli án
hans, og heilbrigt mannlíf blómgist ekki án trúar á eilíft líf.
Björn Þorsteinsson sagnfrceðingur:
„Eg veit ekki betur en að við Islendingar höfum þegið siðmenninguna af
heilagri kirkju, og flest það, sem við teljum okkur til gildis, sé frá þeirri
stofnun komið. Eg veit ekki betur en að drengskaparhugsjónir íslenzkra
fornbókmennta hafi orðið fyrir kristnum áhrifum, eins og flest annað, sem
okkur þykir til um í fornum fræðum. Vér Islendingar erum engir menn
til þess að lítilsvirða fornhelgar stofnanir".
Asgeir Bjarnþórsson málari:
„Tízkulist er eins og hrímið sem myndast á einni nóttu eða degi en
hjaðnar síðan fyrir þeirri sól, sem eilíflega skín".
Jón Asge 'trsson tónskáld:
„Maðurinn hefur ekki enn, og mun ekki þrátt fyrir þekkingu og vits-
muni, geta leyst þá galdragátu, hvað sé list, eða hvað ekki list."