Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 50

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 50
48 GLÓÐAFEYKIR á hún í Skagfirzkum ljóðum. Sigríður var heilsteypt kona og traust, gædd miklum gerðarþokka, höfðingi i lund, gestrisin og glaðvær, skemmtileg í viðræðu og öfgalaus í orðum. Hún var mikilhæf og góð kona. SVEINN JÓHANNSSON, útvegsbóndi í Hofsósi lézt þ. 21. febr. 1972. Hann var fæddur að Hóli á Skaga 28. febrúar 1914. Var faðir hans Jóhann bóndi þar Jónaransson, bónda á Reykjarhóli í Fljótum, Ogmtmds- sonar bónda á Vindheimum hinum efri á Þela- mörk. Var Jóhann albróðir Sigtryggs bónda á Framnesi í Blönduhlíð. Móðir Sveins var Hólmfríður Sveinsdóttir bónda í Kem á Skaga, Magnússonar, og konu hans Sigurlaugar Guð- varðsdóttur bónda á Krákustöðum í Hrolleifs- dal, Þorsteinssonar, og konu hans Sigurbjargar Margrétardóttur. Þau voru eigi gift, foreldrar Sveins, en átm saman 6 börn löngu eftir að Jóhann missti konu sína, Þóreyju Pémrsdótmr (1884). Var Jóhann þá gamall orðinn og nálega karlægur, er hann hóf barneignir með Hólm- fríði. Sveinn fór ungbam til afa síns og ömmu, Sveins í Ketu og Sigurlaugar, og var hjá þeim til fjögurra ára aldurs; fór þá í fóstur til hálfsystur sinnar, samfeðra, Halldóru Jóhannsdótmr og eiginmanns hennar Páls Árnasonar kennara og bónda í Artúni við Grafarós; hjá þeim hjónum ólst hann upp til fullorðinsára. Snemma hneigðist hugur Sveins að sjómennsku og var svo um hann sagt ungan, að hann „sæi ekkert annað en sjóinn". Hann lærði netagerð og vann við þá iðn margar vertíðir syðra. Jafnframt kom hann sér upp útgerð í Hofsósi og smndaði þaðan veiðar á eigin bátum. Hann var afla- maður, varð aldrei fyrir óhöppum og þótti þó oft sækja sjóinn alldjarft. Hjá honum fylgdist að óbilandi kjarkur, skjót og örugg úrræði og með- fæddir hæfileikar til sjómennsku. Hann var mjög vel látinn af hásetum sínum. „Sveinn var eigi bókhneigður, en hins vegar upptekinn af öllu verklegu, enda varð hann mjög fær vélamaður og fjölvirkur á allt, sem að smiðum laut, en frekar ósýnt um landbúnað". Arið 1959 gekk Sveinn að eiga Klöru Konráðsdóttur Jónssonar hrepp- stj. í Bæ á Höfðaströnd og Elínar Hermannsdótmr Þorlákssonar og konu

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.