Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 51
GLOÐAFEYKIR
49
hans Kristínar Þorsteinsdóttur. Þau eignuðust þrjá sonu: Svein, Rafn og
fóhann Konráð, og dveljast allir í foreldrahúsum.
Sveinn var meðalmaður á vöxt, þrekvaxinn og karlmannlegur. Glað-
lyndur var hann og gamansamur, en gat verið hrjúfur í svörum, ef honum
bauð svo við að horfa, fór sínar eigin gömr og hirti lítt um troðnar slóðir.
„Hann var greiðamaður og ómælt er það og óvegið, sem hann gaf af veiði
sinni. Sveinn var hreinskilinn, sóma- og dugnaðarmaður og vel látinn af
öllum, sem honum kynntust". (Heimildarm. Jóh. Olafsson).
MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, verkak. á Sauðárkr. lézt 10. marz
1972.
Hún var fædd á Sauðárkr. 23. júlí 1923, dóttir Jóhanns bónda á
Hóli á Skaga Jónatanssonar og Hólmfríðar
Sveinsdóttur bónda í Kem Magnússonar. Var
hún alsystir Sveins útvegsbónda í Hofsósi, sjá
næsta þátt hér undan.
Fjögutra ára gömul fór Margrét í fósmr til
Þorkels bónda á Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd Jónssonar og konu hans Onnu Sigurðar-
dóttur. Þorkell lézt 1929, en Anna fóstra
hennar bjó áfram á jörðinni um sinn og síðan
synir hennar unz þau fluttu til Sauðárkróks
árið 1944. Fylgdi Margrét þeim eftir og ann-
aðist heimilishald fyrir uppeldisbræður sína,
þá Sigmund og Hauk, eftir að Anna fóstra
hennar lézt 1959.
Skömmu eftir að fjölskyldan settist að á Sauðárkróki réðst Margrét til
starfa hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga og vann þar fram undir það síðasta,
er heilsan brast. Kröfðust störf hennar í Samlaginu mikils þreks og dugn-
aðar, enda var hún búin hvom tveggja í ríkum mæli.
Margrét Jóhannsdóttir var meira en meðalkvenmaður að hæð, þrekvaxin
og holdug nokkuð, vel farin og fríð í andliti. „Hún var ekki mikið í
sviðsljósi hins daglega lífs, en vann öll sín störf af trúmennsku og dugnaði.
Hún var ein af þessum hljóðlám manneskjum, sem fáir þekkm til hlítar
aðrir en helzt þeir, sem verka hennar num. En þeir vom að vísu margir,
því að loknum þreytandi vinnudegi og heimilisstörfum var hún ávallt
reiðubúin til hjálpar þeim, sem í erfiðleikum átm. Alla ævi fórnaði hún
sér fyrir aðra." (St. Magn.).
Margrét giftist hvorki né átti börn.
Tilargrét Jóhannsdóttir