Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 53

Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 53
GLOÐAFEYKIR 51 Hólmjárn var mikill hestavinur og bar ágætt skynbragð á hross, hafði tröllatrú á kostum skagfirzkra hrossa og kom sér upp góðum stofni á efri árum. Hann var einn af stofnendum Landssambands hestamannafélaga árið 1949 og formaður þess um hríð. Arið 1966 var hann sæmdur gull- merki sambandsins, eini maðurinn, sem hlotið hefur þann heiður, og 1969 var hann kjörinn heiðursfélagi L. H. Rösklega sextugur að aldri, árið 1952, kvaddi Hólmjárn höfuðstaðinn, hvarf norður hingað í átthagana og reisti bú á föðurleifð sinni, Vatns- leysu. Þar bjó hann til 1971, síðustu árin einsetumaður, en seldi þá jörð og bú, þrotinn að kröftum. Fyrsm árin bjó hann við sauðfé og hross, kom upp gráum fjárstofni, en fargaði síðan og bjó eftir það við hross eingöngu, ræktaði upp fríðan og góðan reiðhestastofn. Arið 1962, er Hólmjárn var 71 árs gamall, réðst hann kennari að Hólaskóla og kenndi þar næsm 7 árin, lengsmm búfjárfræði. Var hann enn sem fyrr hinn ágætasti kennari, óvenju skemmtilegur og lifandi; mun slíkt eigi títt um menn á þeim aldri. A þessum árum fékk hann því til vegar komið, að stofnað var sjálfstætt hrossakynbótabú á Hólum; var það ætlan hans, að þar yrði hreinræktaður góðhestastofn af Svaðastaðakyni og vonandi, að hugsjón hans og þrotlaust starf að þeim málum megi bera sem beztan árangur og verða skagfirzkri hrossarækt sú lyftistöng, sem hann vonaði og sá í anda. Hólmjárn kvæntist á Hafnarárum sínum, en það hjónaband stóð aðeins skamma stund. Þeim hjónum mun hafa fæðzt einn sonur. Afmr kvæntist hann Vilborgu Olafsdóttur kaupmanns í Reykjavík, Asbjarnarsonar. Börn þeirra eru tvö: Hervör húsfreyja og Orn, bankamaður, bæði í Reykjavík. Enn kvæntist Hólmjárn hið þriðja sinni, og gekk þá að eiga Eltnu GuS- mundsdóttur bátsformanns í Bolungarvík, Steinssonar. Þau eignuðust einn son, Jósef Jón, vélstjóra. H. J. Hólmjárn — en þannig skrifaði hann nafn sitt — var fremur lágvaxinn, þémir á velli og vel á fót kominn, hvatur í spori og öllum hreyfingum. Hann var maður fjölhæfur og ágætlega gefinn, hámenntaður í ýmsum greinum búvísinda, skapheimr hugsjónamaður, örgeðja og ráð- ríkur nokkuð, einfari með vissum hætti, einkum er leið að ævihvörfum, og þó umsvifamaður alla tíð. Hann var einarður og orðfær í bezta lagi, djarfmáll og vígreifur. Hann var fjörmaður og gleðimaður, hress í bragði og Ijúfur í viðmóti, minnisstæður maður um marga hluti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.