Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 66

Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 66
64 GLÓÐAFEYKIR Þórarni Jóhannssyni og konu hans Ólöfu Guðmundsdóttur, eftir að þau rókn við búsforráðum 1918, allt þar til hún stofnaði eigið heimili. Árið 1933 gekk Guðleif að eiga Björn bifreiðastj. Bjömsson, síðast bónda í Hvammkoti á Skaga, Benónýssonar, og konu hans Ingibjargar Stefánsdóttur bónda í Geitagerði, Sigurðssonar, og konu hans Ragnheiðar Sölvadóttur. Skömmu síðar fluttu þau Guðleif og Björn til Sauðár- króks og stóð þar heimili þeirra upp þaðan. Þau eignuðust ekki börn. Guðleif Guðmundsdóttir var há og ímr- vaxin, grannleit, dökkhærð, fölleit ásýndum og skipti vel litum. Hún var afburða dugleg meðan heilsu naut og kunni aldrei að hlífa sjálfri sér; húsbændum sínum á Ríp vann hún af svo frábærri trúmennsku og hollustu, að lengra verður eigi komizt, enda var hún alla stund sem ein af fjölskyldunni og tók þvílíku ástfóstri við börnin, sem eigin móðir væri. Að eðli var hún geðrík nokkuð en stillti vel skapi sínu, var fámælt og fáskiptin, trygg sem bjarg og felldi aldrei niður velvild sína til nokkurs manns, er hún á annað borð hafði bundið tryggðir við. ELÍ HÓLM KRISTJÁNSSON, bóndi á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, lézt þ. 14. ágúst 1972. Hann var fæddur á Hafgrímsstöðum 1. júní 1895. Voru foreldrar hans Kristján bóndi þar Kristjánsson, bónda á Kimbastöðum í Borgarsveit Jónssonar, og bú- stýra hans Elín Arnljótsdóttir bónda á Syðri Löngumýri í Blöndudal, Guðmundssonar alþm. og bónda á Guðlaugsstöðum, Arnljótssonar, og konu hans Gróu Sölvadóttur. Var Elí albróðir Hannesar á Brenniborg og Jóhannesar á Reykj- um, sjá Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 61 og 17. h. 1976, bls. 57. EIí missti föður sinn fárra vikna gamali. Olst upp með móður sinni á Hafgrímsstöðum til 1906 og síðan 1 Hvammkoti í sömu sveit. Árið 1923 kvæntist hann Snjólaugu GuS- mundsdóttur bónda í Bjarnastaðahlíð Sveinssonar og konu hans Ingibjargar Friðfinnsdóttur, sjá Glóðaf. 5. h. bls. 31 og 13. h. 1972, bls. 47. Fyrsm EIí Hólm Guðleif Guðmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.