Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 71

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 71
GLOÐAFEYKIR 69 ÁRNI JÓNSSON, söngstj. og bóndi á Víðimel, lézt 10. okt. 1972. Hann var fæddur að Vatni á Höfðaströnd 21. apríi 1913. Foreldar: Jón bóndi þar og síðar á Víðivöllum í Blönduhlíð Arnason, bónda og org- anista á Reykjum í Tungusveit og síðar banka- gjaldkera á Akureyri, Eiríkssonar bónda á Skatastöðum í Ausmrdal, Eiríkssonar, og konu hans Amalía Sigurðardóttir bónda á Víðivöll- um og konu hans Guðrúnar Pémrsdóttur. Var Amalía alsystir Lilju í Ásgarði, sjá Glf. 1975, 16. h. bls. 75. Steinunn, kona Arna á Reykjum, amma Arna á Víðimel, var Jónsdóttir prests á Mælifelli, Sveinssonar læknis og náttúra- fræðings í Vík. Pálssonar bónda á Steinsstöð- um í Tungusveit. Arni ólst upp með foreldrum sínum — fyrst á Vatni og síðan á Víðivöllum, en þangað fluttist fjölskyldan árið 1921. Hann missti föður sinn 1926, mjög um aldur fram, dvaldist með móður sinni á Víðivöllum til 1934, en fluttist þá með henni og síðara manni hennar, Gunnari Valdimarssyni, að Víði- mýri og átti þar heima um 10 ára skeið, en fór þá með fjölskyldu sinni að Víðimel — nýbýli, er þeir stjúpfeðgar reism á þeirn áram í landi Víðimýrar. Þar var heimili Árna æ síðan. Hafði ávallt með höndum nokkun búrekstur, en smndaði þó fyrst og fremst bifreiðaaksmr, annaðist mjólkur-, vöra- og fólksflutninga með eigin bílum, en vann síðan æ meir við vegagerð. Arni á Víðimel lifði hálfu lífi í veröld söngs og tóna. Hann var gæddur rikri hljómlistargáfu eins og ættmenn hans margir í föðurætt. Þar leitaði hann sér unaðar og þeirrar lífsfyllingar, sem gyðja tónlistarinnar fær mesta veitt. Hann var smekkvís og hárnæmur á tónlist og vann mikið menningar- starf á því sviði. Hann var organisti og söngstjóri í mörgum kirkjum. Hann starfaði í aratugi með karlakórnum „Heimi". Hann átti gildan þátt í stofnun karlakórsins „Feykis" og stjórnaði honum meðan upprétmr stóð. Arið 1942 gekk Arni að eiga Báru Jónsdóttur bónda á Hóli í Sæm- undarhlíð og fyrri konu hans Margrétar Sigurðardótmr bónda á Geir- mundarstöðum (sjá þátt um Jón í Glf. 1976, 17. h. bls. 70). Börn þeirra eru 5: Jón, bílstj. á Sauðárkr., Margrét, húsfr. á Akureyri, Sveinn, bóndi og bílstj. á Víðimel, Amalía og Steinunn, í heimili með móður sinni. Árni missti heilsuna fyrir nokkrum áram og varð farlama maður, fór á milli sjúkrahúsa en fékk eigi bót, dvaldist heima þess á milli við frábæra umönnun eiginkonu sinnar. Arni .Tónsson

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.