Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 9

Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 9
þeir þykjast hafa séð á framkvæmd hennar. Eiríkur segir að það dugi „nefni- lega ekki að hafa skýra stefnu - það þarf líka einhverja hernaðaráætlun („strate- gíu“) um það hvernig eigi að framkvæma hana“ (bls. 8). Hann efast t.a.m. um að önnur barátta í líkingu við baráttuna gegn flámælinu bæri árangur nú (þ.e. árið 1985). Það er kannski þessi hernað- aráætlun eða skortur á henni sem helst er gagnrýni verð að mati þeirra félaga. Málræktin og einstaklingurinn I áðurnefndri grein Baldurs Jónssonar og í öðrum ræðum og ritum um íslenska málpólitík koma fyrir ýmis orð, svipaðr- ar eða tengdrar merkingar. Orðið mál- rœkt er mönnum e.t.v. einna tamast um þessar mundir, en auk þess er talað um málhreinsun, málvernd og málvöndun. Einnig er t.a.m. áðurnefnt hefti Skímu frá 1985 helgað efninu íslensk málstefna. Þótt þessi orð, sem ég hef nú talið, vísi öll til svipaðs merkingarsviðs og hafi svipaða merkingu í daglegu tali hafa þau ólíka vísun. í orðinu málhreinsun felst að verið sé að hreinsa og fjarlægja óhreinindi úr ein- hverju sem væri hreint og ómengað ef ekki kæmu til óæskilegir aðskotahlutir. Þetta vísar greinilega til þeirrar baráttu sem háð var á hinni fyrri öld og þessari gegn dönskuslettum. Allt sem var danskt var talið menga hina hreinu íslensku æð. Og eitthvað af þessum óhreinindum hafði komist inn í málið og mengað það þannig að hreinsa þurfti. Málvernd hefur svipaða skírskotun, nema hvað hér er hugmyndin að verið sé að vernda eitthvað sem enn þá er hreint gegn einhverjum óæskilegum breyting- um eða mengun, kannski ekki síst af völdum málnotendanna sjálfra þannig að þeir notuðu erlendar slettur eða ann- an ósóma sem þeir fyndu sjálfir upp á. Orðið málvöndun snýr að einstak- lingnum, hinum óbreytta málnotanda, þar sem vísað er til þess að hann vandi mál sitt. Málstefna er svo samkvæmt orðanna hljóðan sú stefna sem fylgt er í íslenskri málpólitík, og má kannski segja að það sé kjarni þess sem snýr að sjálfum mál- ræktarmönnunum eða málpólitíkusun- um og þar með töldum þeim sem sitja í íslenskri málnefnd. Það er nauðsynlegt að gera sér eins skýra grein og mögulegt er fyrir þessum hugtökum, og mig langar að staldra ögn við orðin málhreinsun og málvernd ann- ars vegar og málvöndun hins vegar. Hér er orðið mál í rauninni notað í ólíkum grundvallarmerkingum. Þegar talað er um að einhver vandi mál sitt, er vísað til þess sem hann segir, en tali menn um hreinsun eða verndun máls er frekar vís- að til tungumálsins sem félagslegrar stofnunar ef svo má að orði komast. Hér er komið að mikilvægri aðgreiningu sem nauðsynlegt er að átta sig á þegar rætt er um málrækt ekki síður en aðra þætti sem tengjast tungumálinu. Tungumálið er nefnilega bæði félagsfyrirbrigði og ein- staklingsfyrirbrigði. Það er eign einstak- lings og eign samfélags. Tungumál eru hornsteinar samfélaga, en um leið lang- mikilvægasta tæki einstaklings til að við- halda lífi sjálfs sín í samfélaginu. í raun- inni má orða þetta svo að einstaklingur sem ekki hefur vald á tungumáli sé í viss- um skilningi dauðans matur í samfélag- inu. Hann verður ekki fullgildur þegn, nema honum sé þá haldið á lífi með einhverjum bjargráðum sem samfélagið veitir honum. Málið er sem sé í vissum skilningi eign einstaklingsins, og hann ræður yfir því sem tæki í lífsbaráttunni og í baráttunni fyrir persónulegu sjálfstæði. Þegar svona er komist að orði er e.t.v. eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé brot á mannrétt- indum að gera athugasemdir við málfar einstaklingsins. Hann hefur sitt tæki, og ef hann er ánægður með það má hann þá 9

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.