Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 10

Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 10
ekki ráða því sjálfur hvernig það er? Hafa yfirvöld menntamála eða ein- hverjar málnefndir rétt til þess að gera athugasemdir við það hvernig hann tal- ar, kalla hann málsóða o.s.frv.? Slíkar raddir hef ég heyrt, og það er nauðsynlegt að gaumgæfa innihald þeirra og hugsanlegt réttmæti. Bent hef- ur verið á að vegna strangrar málvönd- unarstefnu fyllist menn málótta og þori ekki að tjá sig af ótta við að verða að skotspæni (sbr. grein eftir Gísla Pálsson, „Vont mál og vond málfræði", í Skírni, 153. árg. 1979). Og ef það er rétt að það sé menningarlegur munaður að hafa hér sérstakt tungumál og sérstaka menn- ingu, og það veldur einstaklingunum óþægindum og kemur í veg fyrir að þeir nái því að tjá sig, verður kannski enn erfiðara fyrir okkur málræktarmenn að réttlæta baráttu okkar. Ef þetta er bæði dýrt og til óþæginda þá er spurning hvort baráttan er þess virði, ekki síst í ljósi þess að þjóðarkakan er jafn-sorglega lítil og hún virðist alltaf vera. Spurningin um hvort það er skerðing á frelsi einstaklingsins að gerðar séu at- hugasemdir við málfar hans kann að hljóma sérkennilega, ekki síst af vörum formanns íslenskrar málnefndar. En samt er hún réttmæt og svara verð. Það er vel hugsanlegt að einstaklingar verði fyrir óþægindum af völdum tilrauna til málfarsumbóta. Mér hefur tjáð maður, sem er upp alinn á Austfjörðum, að hann kannist við fólk sem hafi orðið fyrir aðkasti og niðurlægingu vegna þess að það hafi verið dæmt sem flámælt. Þetta hafi valdið því vandræðum í skóla og það hafi blygðast sín vegna málsins sem það talaði. Ekki er vafi á því að svona hlutir geta gerst. í því er fólgin viss hætta að fordæma einhverja málnotkun sem óæskilega eða verri en aðra, og það get- ur verið særandi fyrir einstaklinga. En ég hygg að ekki sé hægt að komast hjá ein- hverjum slíkum herkostnaði ef svo má að orði komast. Málfarslegir fordómar eru næstum að segja óhjákvæmilegir; það þekkja þeir sem gist hafa þjóðfélög þar sem raunverulegur stéttamállýsku- munur ríkir, jafnvel þótt málpólitík þjóðanna sé allt öðru vísi en okkar. Það má líka nefna það sem bent hefur verið á, að málstefnan leitast við að staðla málið, en vinna gegn breytileika. Ef vel tekst til ætti því málfarslegur jöfnuður að aukast með meiri samræmingu máls- ins. Ef illa tekst til er þó líka viss hætta á að málfarsmunur verði. En þessi hætta stafar ekki af málstefnunni og samræm- ingarstefnunni sjálfri heldur miklu frem- ur af félagslegum straumum í samfélag- inu. Félagsmállýskumunur endurspeglar stéttaskiptingu, en skapar hana ekki. Málræktarátakið Ég hef nú reynt að reifa ýmis grundvall- aratriði viðvíkjandi íslenskri málstefnu og sjónarmið sem ég tel að mikilvægt sé að gera sér skýra grein fyrir. En nú lang- ar mig að víkja aftur að hinu svokallaða „Málræktarátaki 1989“ og gera tilraun til þess að leggja mat á það nú, tæpu ári eft- ir að því lauk. Ég geri ráð fyrir að flestir áheyrendur mínir muni svo vel eftir sjálfu átakinu og því brambolti sem því fylgdi - og þótti sumum kannski nóg um - að ekki sé ástæða til þess að rifja það upp hér. En ég skal reyna að leggja eitt- hvert mat á hversu til hafi tekist eða hvort það hafi haft einhver áhrif á mál- efni tungunnar eða geri málræktina auð- veldari á einhvern hátt. í fréttatilkynningu menntamálaráðu- neytisins frá 28. mars 1989 er margt látið ósagt og undirskilið um málstefnuna. Talað er um að það þurfi að styðja móð- urmálið, en ekkert er sagt um til hvers á að styðja það. Sagt er að tungan sé í hættu, en ekki er skilgreint eðli hættunn- ar. Utanaðkomendur gætu spurt hvert eigi að vera markmið málræktar, en fengju lítil svör. 10

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.