Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 14

Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 14
þótt liðin séu meira en fimm ár frá setn- ingu laganna. Lokaorð Ég hef komið nokkuð víða við í þessu spjalli mínu og tæpt á mörgu sem mér er ofarlega í huga um þessar mundir sem formanni íslenskrar málnefndar. Ég hef varpað fram nokkrum spurningum og efasemdum eða áhyggjuefnum sem huga verður að þegar mótuð er stefna eða teknar ákvarðanir um málrækt. íslensk málstefna jafnt sem aðrar stjórnmála- stefnur (því málstefnan er að sjálfsögðu hápólitískt mál) þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Pað eru tvær spurningar sem ég vil ítreka í lokin og ég tel stærstar: 1. Hefur hinn pólitíski grundvöllur hefðbundinnar íslenskrar málstefnu breyst á síðustu árum? 2. Er sá þjóðarvilji, sem fram kemur hjá stjórnmálamönnum og í skoðana- könnunum, einungis sýndarvilji? Hvað varðar fyrri spurninguna, þá er það óumflýjanleg staðreynd að aðstæður í stjórnmálum breytast með tímanum, og vel má vera að grundvöllurinn undir málstefnunni sé ekki eins traustur og hann var eitt sinn. Ég tel þó ekki neina ástæðu til þess að óttast það að hið póli- tíska andrúmsloft hafi breyst málrækt og hreintungustefnu (íslensk málstefna er í raun og veru hreintungustefna) svo mjög í óhag að ástæða sé til stórrar skelfingar. Hinn almenni þjóðarvilji virðist, á yfir- borðinu a.m.k., vera að viðhalda ís- lenskri hefð og menningarlegum sér- kennum. Að minnsta kosti detturengum í hug að halda fram hinu gagnstæða, að leggja beri íslenska tungu niður eða hætta að smíða íslensk nýyrði um hvað eina nýtt sem að berst. Sé fyrri spurningunni vandsvarað, á það ekki síður við um hina seinni, og í rauninni tengjast spurningarnar og eru að stofni til ein og hin sama. Ég tel mig þó geta sagt að hér sé ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur, og ef marka má við- brögð stjórnvalda við þeim tillögum sem fram voru bornar í málræktarskýrslunni er e.t.v. ekki ástæða til sérlega mikillar bjartsýni um það að þjóðarviljinn sé annað en sýndarvilji. Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort fari fyrir framkvæmd þeirra eins og fyrir Þjóðarbókhlöðunni. Stóru orðin vantar ekki, en efndirnar láta á sér standa. Fer það eins með endurbæturnar í menntakerfinu, að aliir séu sammála um nauðsyn þeirra, en ekk- ert verði gert til að bæta ástandið? Má ekki telja að þeir fémunir, sem varið er til þátta sem teljast efla málið og menn- inguna, endurspegli hinn raunverulega þjóðarvilja? Við höfum vísbendingar um þetta í þeim launakjörum sem kennur- um er ætlað að búa við, og er þá nokkur ástæða til bjartsýni? 14

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.