Málfregnir - 01.12.1990, Side 17

Málfregnir - 01.12.1990, Side 17
kennurum í íslenskum fræðum, en þá þótti frumvarpshöfundum æskilegt að stofna sérstaka þriggja manna nefnd til að sinna málefnum mannanafna og skera úr ágreiningi. I henni skyldu eiga sæti tveir kennarar heimspekideildar og einn kennari í lögfræði í Háskóla íslands, skv. 21. gr. frumvarpsins (Alþt. 1955 A, 432). Þetta var eðlileg tillaga á þessum tíma, mörgum árum áður en íslensk málnefnd var stofnuð (1964), og jafnvel ekki fráleitt að taka hana óbreytta í stjórnarfrumvarpið 1971 (28. gr.) þegar málnefndin var enn eins og óskrifað blað. Hins vegar á ekki við nú að halda þessum ákvæðum efnislega óbreyttum eins og gert er ráð fyrir í 17. gr. hins nýja frumvarps og stofna til slíkrar nefndar án nokkurra tengsla við íslenska mál- nefnd. Undanfarin 10 ár hefir málnefndin verið stórefld, fyrst stækkuð úr þriggja í fimm manna nefnd og er nú orðin 15 manna nefnd með fimm manna stjórn frá 1. janúar 1990. Með löggjöfinni um málnefndina 1984, ásamt stofnun ís- lenskrar málstöðvar, og með stækkun nefndarinnar í fyrra var löggjafinn í rauninni að leggja áherslu á málpólitískt vægi Islenskrar málnefndar og víðtækt verksvið hennar. Hún er sú stofnun í landinu sem á að hafa heildartök á öllum þáttum íslenskrar málræktar. Pannig er nokkur trygging fyrir því að samræmdri stefnu sé fylgt í málpólitískum efnum, en lítil hætta á árekstrum milli nefnda eða stofnana sem gætu verið að togast á um einstök málefni. í bréfi, sem formaður íslenskrar mál- nefndar, Kristján Árnason dósent, skrif- aði menntamálanefnd neðri deildar Al- þingis 25. apríl sl., segir svo m.a.: Ég er samþykkur hugmyndinni um þessa nefnd [þ.e. mannanafnanefnd], en lrins vegar er augljóst, að starf hennar tengist að ein- hverju leyti starfi íslenskrar málnefndar, t.a.m. hvað varðar álitamál um hluti eins og ritun nafna. Málnefndin hefur í hyggju að koma á fót sérstakri stafsetningar- og töku- orðanefnd, sem fjalli um stafsetningu, þ. á m. stafsetningu tökuorða, og væri ófært ef ósam- ræmi kæmi upp milli starfa hennar annars vegar og mannanafnanefndar hins vegar. íslensk málnefnd er hlynnt því að stofn- uð verði sérstök mannanafnanefnd, en hún telur ákvæði 17. gr. um tilnefningu í nefndina úrelt. Hér má benda á ákvæði í 2. gr. laga um íslenska málnefnd um að nefndin hafi samvinnu við þá sem fást við mannanöfn. Eðlilegt væri því að mál- nefndin tilnefndi einn mann og heim- spekideild einn - og sama gilti um vara- menn. Pað ætti að tryggja nauðsynleg tengsl. Þá er óæskilegt að manna- nafnanefnd úrskurði um beygingu manna- nafna (sbr. 3. tölul. 1. mgr. 18. gr. frum- varpsins) án samráðs eða samvinnu við íslenska málstöð. Að öðru leyti skal vís- að til orða formanns hér á undan. II. Um kenninöfn Tveir nafnsiðir Allt frá upphafi íslandsbyggðar hefir verið siður að kenna sig við föður (eða móður). Það er eitt af þjóðareinkennum íslendinga. Ættarnöfn komu ekki til sög- unnar fyrr en á 17. öld og þá að erlendri fyrirmynd. Hinn nýi siður fór ekki að tíðkast að neinu ráði fyrr en eftir miðja 18. öld og jafnvel síðar. Pótt andæft hafi verið gegn notkun ættarnafna, m.a.s. í gildandi mannanafnalögum nr. 54/1925, hefir hann náð að festa sig svo í sessi að nú eru tveir nafngiftarsiðir tíðkaðir í landinu og allmörg ættarnöfn m.a.s. lögvernduð. Ýmsir áhrifamenn í þjóðlífinu hófu 17

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.