Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 204
196
Ritfregnir
Skímir
goðakvæðin aftur í aldir, enda verður varla annað sagt en að þær séu
ótrúlegar mjög og þeir hafi miklu meira til síns máls, er takmarka vilja
kvæðin við íslands byggð — þótt eitthvað kunni að vera eldra í þeim.
de Vries gerði einu sinni merkilega rannsókn á þeim kenningum í
dróttkvæðum, sem samsettar eru með nöfnum hinna fornu goða. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að fram um 1000 (þ. e. kristnitökuna) hafi
slikar kenningar verið algengar mjög, en þá hafi tekið fyrir notkun
þeirra, og hafi þær ekki komizt aftur í tízku fyrri en um 1150. de Vries
túlkaði þetta fyrirbrigði svo, að hér væri um áhrif kristninnar að ræða:
é tímabilinu 1000—1150 hefði skáldum ekki liðizt vegna hinnar nýju
trúar að bera nöfn hinna fomu goða í munn sér. Þetta er skiljanlegt um
skáld trúboðanna Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga, hvað sem segja má
um önnur skáld, einkum þau, sem aldrei vom hirðskáld.
En þenna sama mælikvarða notar de Vries nú til þess að tímasetja
Eddukvæðin. Þau kvæði, sem honum virðast bera ótvíræðan svip heiðn-
innar, setur hann fyrir 1000, hin kvæðin eftir 1150. 1 fyrra flokkinum
(um 900 eða 950—1000) verða Vafþrúðnismál, Grímmsmál, Hávamál
(norsk), Skírrásmál, Hárbarðsljóð, Lokasenna, og Völuspá, í siðari flokk-
inum (1150—1200 eða 1250) Rígsþula, Alvíssmál, Baldurs draumar,
Hyndluljóð, Hymiskviða og Þrymskviða.
Af hetjukvæðum telur de Vries Hamðismál, Atlakviðu og Hlöðskviðu
gotnesk kvæði, komin til Norðurlanda fyrir 500, þá Völundarkviðu, komna
frá Norður-Þýzkalandi fyrir 800, sömuleiðis kvæðin um æsku Sigurðar
(Reginsmál, Fáfrdsmál, Sigurdrífumál), er beri á sér merki víkinga-
aldar, vera elzt.
Helgakviðurnar ætlar de Vries vera frá 1050—1100, en Brot af Sig-
rúnarkviðu og öll hetju-harmljóðin um Sigurð, Brynhildi og Guðrúnu
frá 12. öld. Virðist mér margt ólíklegra en það.
Nélega allir fyrirrennarar de Vries hafa álitið, að dróttkvæðin hafi
dáið út í Noregi é 10. öld. de Vries telur, að svo hafi eigi verið, heldur
hafi þau lifað eigi aðeins í Noregi, heldur lika á Norðurlöndum yfirleitt
fram á 12. (—13.) öld a. m. k., annars hyggur hann, að óhugsandi hefði
verið, að islenzk skáld hefðu fengið áheyrn við hirðir Norðurlanda.
Norðurlönd áttu, að hyggju de Vries, skáld, en ekki fræðimenn, er söfn-
uðu skáldskap; slíkir fræðimenn vom aðeins til á íslandi, og þeir söfn-
uðu kvæðum íslenzkra skálda.
Mér virðist nokkuð til í þessu sjónarmiði de Vries. Samt lætur hann
það ekki nema að nokkm leyti gilda um Eddukvæðin, þ. e. hann hyggur,
að Eddukvæðin hafi verið samin eigi aðeins á fslandi, heldur og í Nor-
egi og Danmörku, telur hann sum Eddukvæðin dönsk fré 12. öld (Guð-
rúnarkviðu I), önnur kvæði, eins og t. d. Þrymskviðu og Atlamál, norsk
frá 12. öld. Mér virðist, að ef hann vildi vera sjálfum sér samkvæmur
um íslenzku fræðimennina, er geymdu aðeins íslenzk kvæði, þá yrði hann
að telja kvæðin íslenzk, þótt hitt megi vel vera, að svipuð kvæði hafi ver-