Skírnir - 01.01.1958, Page 7
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
DR. PHIL. FINNUR JÓNSSON PRÓFESSOR.
ALDARMINNING.
[Erindi flut't á aldarafmæli dr. Finns í hátíSasal Háskóla Islands.J
I.
Háskóla íslands þykir hlýða að minnast Finns Jónssonar
prófessors í dag. Ef honum hefði enzt aldur, hefði hann nú
orðið 100 ára. Það er ekki að ófyrirsynju, að Háskólinn vill
halda minningu Finns Jónssonar í heiðri. Hann var á sinni
tíð afkastamesti fræðimaður í norrænum og íslenzkum fræð-
um, og efasamt er, að nokkur annar hafi haft meiri áhrif en
hann. Finnur Jónsson var það, sem á ýmsum málum er kall-
að filolog, en með því er átt við mann, sem leggur stund á
málfræði, handritarannsóknir, bókmenntasögu, menningar-
sögu og skyldar greinir. Á allt þetta lagði Finnur mikla stund,
svo að vart er hægt að skrifa nú um nokkurn þessara þátta
norrænnar eða íslenzkrar fílólógíu án þess að kynna sér rann-
sóknir hans og sjónarmið. Þegar Finnur Jónsson hóf vísinda-
störf sín, hafði að vísu ýmislegt verið gert í þessum fræðum.
Mætti í því sambandi nefna nöfn þeirra Rasmuss Kr. Rasks,
Sveinbjarnar Egilssonar og Konráðs Gíslasonar. En allt um
það má segja, að Finnur kæmi að litt numdu landi, er hann
hóf rannsóknir sínar. Hann hafði um tvennt að velja. Hann
gat markað sér þröngt svið og rannsakað það til hlítar. En
hann gat einnig tekið sér starf jarðýtunnar, rutt hrautina á
mörgum sviðum og látið eftirkomendunum eftir að slétta og
hefla. Finnur Jónsson valdi síðari kostinn, og ég hygg, að hann
hafi valið rétt. Vegalitlu landi er oft meiri þörf á mörgum veg-
um, þótt ekki séu þeir fullkomnir, en fáum fullkomnum veg-
mn. Það er og verður hróður Finns Jónssonar, að hann ruddi
margar brautir í fræðunum og lagði til þess alla orku sína.