Skírnir - 01.01.1958, Page 9
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
7
kytra í Alþingishúsinu að vinnustofu kennara Heimspeki-
deildar og nemenda, auk þess sem ýmsir aðrir, einkum gamlir
nemendur deildarinnar, leituðu fanga á þessum miðum.1)
Safn Finns Jónssonar er um 7500 bindi (Árb. Hásk. 1940
—41, bls. 53) og er mjög auðugt í tilteknum greinum, aðal-
lega í fornum norrænum og íslenzkum fræðum. Hafði Finnur
eignazt flest það merkasta, sem út kom í þessum efnum um
hans daga. Má af því marka, að það hefir ekki verið lítill feng-
ur svo að segja bókalausum háskóla að komast yfir þennan
fjársjóð.
# * *
Ég er ekki nemandi Finns Jónssonar í þeim skilningi, að ég
hafi hlýtt á kennslu hans. Ég sá hann aldrei. En vitanlega er
ég — eins og allir aðrir, sem íslenzk fræði stunda — nemandi
hans i öðrum skilningi. Það líður varla sá dagur, að ég þurfi
ekki að hafa not einhverra rita, sem hann hefir samið eða
gefið út. Og þessu hefir ekki aðeins verið svo farið síðustu árin.
Sem nemandi í menntaskóla hafði ég meira dálæti á tveimur
hókum eftir hann en flestum öðrum. Það var Málfræði hans
og Orðakver. Og við háskólanámið var safn Finns Jónssonar
eitt helzta hjálpargagnið mér og samstúdentum mínum. Á
Finnmörk — en svo var herbergiskytran í Alþingishúsinu
nefnd, eftir að Finnssafn var þangað flutt — var gott að vera.
Þar er mér óhætt að segja, að unnið var í anda Finns Jóns-
sonar af elju og ást á íslenzkum fræðum.
Ég mun nú leitast við að lýsa Finni Jónssyni, eins og hann
kemur mér fyrir sjónir, og reyna að vega og meta störf hans
og skoðanir að nokkru. Ég mun jafnt lýsa því, sem menn telja
honum til lasts, og hinu, sem menn telja honum til lofs.
Miklir menn eins og Finnur Jónsson þurfa þess ekki við, að
mynd þeirra sé fegruð, enda væri það ekki í anda hans sjálfs.
0 Sbr. ræðu háskólarektors Alexanders Jóhannessonar við opnun Há-
skólabókasafns. Morgunbl. 2. nóv. 1940. (Ræðan var flutt l.nóv.).