Skírnir - 01.01.1958, Page 10
8
Halldór Halldórsson
Skírnir
II
Finnur Jónsson fæddist í Pálsbæ á Akureyri 29. maí 1858.
Pálsbær er nú ekki lengur til, en mun hafa verið inni í Fjöru,
sem svo er kallað1). Finnur var af fátækum kominn. Faðir
hans var Jón Jónsson, er eitt sinn kallaði sig Borgfjörð og síðar
Borgfirðing. Jón Borgfirðingur var á sinni tíð landskunnur
fræðamaður og bókasafnari. Hann fæddist 30. september 1826
í hjáleigu í túninu á Hvanneyri. Átti að kenna vinnumanni
nokkrum barnið, en sá vildi ekki við kannast og taldi sig enga
sök eiga á komu þess í þennan heim. Af kirkjuhókinni frá
þessum tíma verður ekkert séð, en i kirkjubók sóknarinnar
frá 1840 er sagt um Jón Borgfirðing: „kann og les rétt vel“,
og þar er hann sagður „föðurlaus11. Guðrún Borgfjörð, systir
Finns, er ritað hefir minningar frá yngri árum sínum (Minn-
ingar, Rvk. 1947), telur þó, að vinnumaðurinn hafi gengizt
við barninu (bls. 7). Þau systkinin, Guðrún og Finnur, draga
ekki dul á það, að Jón, faðir þeirra, hafi í rauninni verið son-
ur séra Jóns Bachmanns, sem prestur var á Hvanneyri 1811
—1830. Móðir séra Jóns var Halldóra, dóttir Skúla Magnús-
sonar landfógeta. Jón Borgfirðingur var bókbindari að iðn, en
stundaði einnig bóksölu, ferðaðist t. d. víða um land og seldi
bækur fvrir hina og þessa. Á þessum ferðum safnaði hann
miklu af sjaldgæfum hókum. Eins og áður er sagt, var Jón
mikill fræðagrúskari, og komu út eftir hann nokkur rit, sem
hér verða ekki talin. Ritstörf Jóns voru þó aðeins tómstunda-
verk. Hann gerðist lögregluþjónn í Reykjavík 1865 og gegndi
því starfi til ársins 1888, en þá fékk hann lausn með eftir-
launum. Jón Borgfirðingur lifði lengi eftir þetta. Hann dó
20. október 1912.
Kona Jóns Borgfirðings, en móðir Finns Jónssonar, var
Anna Guðrún Eiríksdóttir. Hún er fædd á Vöglum í Eyjafirði
(Hrafnagilshreppi) 9. febrúar 1828. Hún var þó ekki ættuð
að norðan, heldur af Kjalamesi og úr Engey, en foreldrar
hennar fluttust til Akureyrar með dönskum hjónum (Mohr
*) Pálsbær var torfbær, mjög innarlega í Fjörunni, að því er frú Þóra
Matthíasdóttir segir mér.