Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 11
Skímir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
9
að nafni), en hófu síðar búskap á Vöglum. Frú Anna var
mesti dugnaðarforkur og greind kona. Hún þótti sérlega lagin
að kenna krökkum, og var tornæmum bömum oft komið fyrir
hjá henni. Finnur lýsir móður sinni svo í sjálfsævisögu sinni:
Ef brúka skyldi eitt orð um móður mína, mundi það
helzt vera orðið hetja. Hún var mesti vinnuforkur, og
varð svo að segja að vinna alt á heimilinu, sem gera
þurfti, matselda, þvo, gera að fatnaði, sauma og bæta skó
(við brúkuðum svo að segja aldrei annað en íslenska skó,
jeg var oft votur í fætuma, en aldrei varð mein að því)
osfrv. Hún var mesta þrifnaðarkona. Það var bót í máli,
að hún var líkamlega vel hraust, og var aldrei veik það
jeg til man .. . En oft hefur hún verið hugsjúk, þegar
ilt var að fá mat í húsið, það vildi hún síst af öllu, að við
syltum, en til þess kom ekki eiginlega svo að jeg muni . . .
Móðir mín var alt í einu: góð kona, góð eiginkona, góð
húsmóðir og ekki síst góð móðir. Alt hið besta, sem í mjer
er, tel jeg arf frá henni. Safn F. X, 34-35.
Frú Anna andaðist 10. april 1881 úr innanmeini. Þau frú
Anna og Jón Borgfirðingur eignuðust sex börn, er upp kom-
ust, fjóra syni og tvær dætur. Af bræðrum Finns var Klemenz
kunnastur. Hann er fæddur 1862, en dó 1930. Hann var
sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri frá
1891 til 1904, um skeið amtmaður í Norður- og Austuramti,
landritari 1904—1917 og atvinnumálaráðherra 1922—1924.
Aðrir hræður Finns vom þessir: Vilhjálmur, f. 1870. Hann
varð stúdent og las málfræði um skeið í Kaupmannahöfn,
lauk ekki embættisprófi, gerðist póstafgreiðslumaður í Reykja-
vík, en lézt aðeins 31 árs að aldri 1902. Fjórði bróðirinn var
Ingólfur, er varð verzlunarstjóri í Stykkishólmi og síðar gjald-
keri hjá Nathan & Olsen í Reykjavík. Hann lauk einnig stúd-
entsprófi eins og hinir bræðurnir. Það mun hafa verið fágætt,
ef ekki einsdæmi á þessum tíma, að fjórir synir jafnfátækra
foreldra gengju menntaveginn, enda segir Ölafur Davíðsson
um Jón Borgfirðing, að „eins dæmi muni það vera, að leik-
maður hafi lagt jafnmikið kapp og hann á það, að mennta
börn sín“. Systur Finns Jónssonar voru tvær: Guðrún Borg-