Skírnir - 01.01.1958, Síða 13
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
11
Garðsstyrkjar nutu stúdentar aðeins fjögur ár, og hann hafði
ekki fé til þess að halda áfram nema nokkra mánuði í viðhót.
Hann réð því af að rejma próf eftir fjögur og hálft ár eða í
janúar 1883. Tókst honum að ljúka þvi, að vísu með annarri
einkunn. Það lýsir Finni vel, hvemig hann brást við þessu, og
mun ég láta hann sjálfan hafa orðið:
Það var auðvitað, að jeg gat ekki búist við 1. einkunn,
en jeg þóttist geta náð í góða 2. Jeg fjekk hana, en lakari
en jeg vildi og gat húist við eftir skriflega hlutanum . ..
Jeg var orðinn svo þreyttur af lestri, að jeg var alveg
innantómur, kom ekki fyrir mig algengum hlutum, sem
jeg vissi, að jeg vissi. En prófið fjekk jeg. Þegar jeg gekk
út til unnustunnar, þar sem jeg átti að borða middag.
sagði jeg við sjálfan mig: „þú verður að díspútera“ — til
þess að bæta úr skák. Safn F. X, 41.
Og Finnur lét ekki sitja við orðin tóm, enda var það ekki
hans eðli samkvæmt. Hann tók þegar að prófi loknu að viða
að sér efni í doktorsritgerð. Nefnist hún Kritiske studier over
en del af de œldste norske og islandske Skjaldekvad. Rit þetta
varð Finnur að semja í hjáverkum, því að hann kenndi frá
því kl. 8 á morgnana þar til kl. 1 á daginn. Ritgerðin var
tekin gild, og fór doktorsvörnin fram 6. nóv. 1884. Vom þá
liðin aðeins sex ár, frá því að Finnur hóf háskólanám eða
nokkru styttri tími en það tók venjulega danska stúdenta að
ljúka embættisprófi. Um doktorsvörnina farast Finni svo orð:
Þeir Wimmer og Konráð voru andmælendur af háskól-
ans hálfu; taldi Konráð ýmsar smávillur upp híngað og
þángað, Wimmer eina málfræðilega kórvillu, en endaði
með ummælum og ósk, sem jeg varð ákaflega glaður við,
en vil ekki endurtaka hjer. Af áheyrendum kom Gísli
Brynjólfsson fram; það var ekki annað en hans vanalegi
vaðall, og fyrir utan efnið, svo að decanus, Gertz, tók
fram í og sagði, að hann yrði að hætta að tala um það,
sem ekki kom máli við. Safn F. X, 63.
Á því leikur enginn vafi, að Finnur Jónsson hefir stefnt
markvíst að því að verða prófessor í norrænum fræðum við
Kaupmannahafnarháskóla. Konráð Gíslason var um þessar