Skírnir - 01.01.1958, Side 15
Skírnir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
13
rýni, en það má ef til vill nefna það duttlunga örlaganna, að
gagnrýnin beindist oft að verkum og skoðunum læriföðurins.
Islendingar, sem embættisprófi luku hjá Finni, voru þessir:
dr. Bjöm Bjarnason frá Viðfirði, Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari, Sigurður Nordal prófessor, Jakob Jóh. Smári mag.
art., dr. Björn Karel Þórólfsson, Jón Helgason prófessor og
Einar Ól. Sveinsson prófessor.
Með því að vísindastörf Finns Jónssonar ber hærra en
kennslu hans, mun hér meira um þau rætt. En þau em marg-
þætt, og em því aðeins tök á að geta hér hins helzta. Finnur
Sigmundsson landsbókavörður hefir gert skrá um rit Finns
Jónssonar. Birtist hún í Skírni 1934 og fyllir 10 bls. þéttprent-
aðar með smáu letri. Má af þessu marka, að Finnur hefir ekki
verið iðjulaus rnn dagana.
Ef til vill er útgáfustarfsemi Finns Jónssonar veigamesti
þátturinn í vísindastörfum hans. Hann fékkst við að gefa út
EddukvœSi, dróttkvœSi, rímur, Islendingasögur og Noregs-
konungasögur, svo að hið helzta sé nefnt. Skal nú lítillega vik-
ið að hverju þessara atriða.
Finnur Jónsson gaf út Eddukvæðin fimm sinnum. Era þess-
ar útgáfur mjög misjafnar, enda útgefnar í misjöfnu skyni.
Sumar eru alþýðuútgáfur, aðrar ætlaðar stúdentum við nám
— og fylgja þá allrækilegar skýringar o. s. frv.
Finnur Jónsson hafði mikla þjálfun í lestri handrita og
greiddi úr mörgu, sem öðram hafði ekki áður tekizt. Kom
þetta honum að góðu haldi sem útgefanda jafnt að Eddu-
kvæðum sem öðra. Finnur telur sjálfur, að margar útgáfur
hans séu „kritiskar“, eins og hann kallar það. Eins og síðar
verður vikið að, er orðið „kritiskur“ eitt helzta vígorð Finns,
og notar hann það orð í ýmsum merkingum. En þegar Finnur
talar inn „kritiska“ útgáfu, mun hann eiga við, að hann leggi
eitt aðalhandrit til grandvallar, en sýni orðamun úr öðrum
handritum. Að öllum jafnaði notar hann þetta orð þó aðeins
um stafréttar útgáfur.
En þótt Finnur Jónsson leggi ávallt -—■ eða að minnsta kosti
oftast — handritin sjálf til grandvallar útgáfum sínum, gefur
hann oft út svo nefnda „leiðrétta“ texta með samræmdri staf-