Skírnir - 01.01.1958, Side 16
14
Halldór Halldórsson
Skírnir
setningu. Á síðari hluta 19. aldar hafði mjög merkur þýzkur
prófessor, Edouard Sievers, komið fram með nýjar kenningar
um norræna bragfræði. Samkvæmt kenningum Sievers voru
fornkvæðin mjög úr lagi færð í handritum, og töldu ýmsir
um tíma, að hægt væri að færa kvæðin til upprunalegs forms
með því að fylgja þessum nýju kenningum. Finnur var öfl-
ugur fylgismaður þessara kenninga og fylgdi þeim jafnvel
fastara fram en höfundur þeirra sjálfur. Gætir áhrifanna frá
Sievers mjög í sumum Edduútgáfum Finns og raunar víðar.
Fellir hann oft úr orð, sem í handritum standa, til þess að
atkvæðafjöldinn, einkum fjöldi áherzlulausra atkvæða, sé í
samræmi við Sieverskenningar. Mér vitanlega vill enginn
fræðimaður kasta rýrð á merkilegar rannsóknir Sievers í nor-
rænni bragfræði, og margir telja enn, að hann hafi fest hend-
ur á meginatriðum hinnar fomu bragfræði. Flins vegar gilda
reglur hans ekki oft og tíðum, ef miðað er við kvæðin eins og
við þekkjum þau af hinum fornu handritum. Og mörgum sýn-
ist nú viðurlitamikið að meta meira fræðilega kenningu en
vitnisburð handrita. Flestir útgefendur fylgja því nú annarri
reglu en Finnur Jónsson og telja sig ekki þess umkomna að
víkja frá handritunum að þessu leyti. Um þessar mundir töldu
menn sig einnig geta „leiðrétt1 kvæðin að öðru leyti, og gætir
þess raunar enn. Finnur Jónsson hugði sig oft geta fullyrt,
að ýmsar vísur í Eddukvæðum væru síðari tíma innskot, er
hefðu ekki heyrt kvæðinu til í fyrstu. Prentar hann gjarna
slíkar vísur með smáu letri. Það er raunar eðlilegt að gera
ráð fyrir, að skotið hafi verið inn vísum og vísnaröð hafi
brenglazt í kvæðum, sem svo lengi hafa geymzt á vömm
manna án þess að komast á bókfellið. En hitt er svo annað
mál, að ég hygg, að oftast sé ógerningur að greina viðbæt-
umar frá því, sem upprunalegt er. Og vert er að athuga það,
að sumir fræðimenn hafa talið það innskot, sem aðrir telja
upprunalegt og öfugt. Um skýringar Finns á Eddukvæðum
og öðmm textum ræði ég síðar.
Eitt mesta þrekvirki Finns Jónssonar er hið mikla drótt-
kvæðasafn hans, Den norsk-islandske skjaldedigtning, er út
kom á árunum 1908 til 1915. Er það fyrsta heildarútgáfa