Skírnir - 01.01.1958, Síða 17
Skímir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
15
dróttkvæðanna. Skipulag útgáfunnar er þannig, að í tveimur
bindum eru dróttkvæðin prentuð eftir handritum nákvæmlega,
eitt handrit lagt til grundvallar, en neðanmáls greindur orða-
munur úr öðrum handritum, með öðrum orðum „kritisk“ út-
gáfa, svo að haft sé orðalag Finns. 1 tveimur öðrum bindum
er „leiðréttur" eða „lagfærður“ texti, þ. e. textinn eins og
Finnur Jónsson taldi, að hann hefði verið frá höfundanna
hendi eða sem næst því. 1 þessum bindum er einnig upptekn-
ing vísnanna í eðlilega orðaröð og dönsk þýðing á þeim. Um
þessa útgáfu hefir að vísu ýmislegt misjafnt verið sagt, en
hinu má engan veginn gleyma, því að það er aðalatriði, að
með henni er lagður vísindalegur grundvöllur að rannsókn
kvæðanna og jafnframt að rannsókn íslenzks máls á því tíma-
bili, sem dróttkvæðin eru svo að segja eina málsögulega heim-
ildin um. Þetta viðurkenna allir fræðimenn, sem dómbærir
eru um þessi mál. T. d. segir Jón Helgason í Nordisk Kultur
um þetta dróttkvæðasafn Finns: „den er endnu det grundlag
som forskningen forst og fremmest má bygge pá, men lider
af forskellige mangler“. (N.K. VIII:B, 106). Með þessari út-
gáfu eru fræðimönnum fengin gögn í hendur til þess að gagn-
rýna skoðanir útgefandans og skapa sér sjálfstæðar skoðanir
á kvæðunum og túlkun þeirra, enda hefir það óspart verið
gert, eins og síðar verður lítillega vikið að.
Finnur Jónsson gaf út Rímnasafn í tveimur bindum. 1 því
eru rímur frá 14., 15. og 16. öld. Var að þessu mikill fengur,
því að hvert sem álit manna er á skáldskapargildi rímna, verð-
ur því ekki neitað, að þær voru veigamikill og merkur þáttur
í íslenzku menningarlífi og uppeldi. Sömuleiðis gaf Finnur út
Passiusálma Hallgríms Péturssonar. Er það stafrétt útgáfa
eftir handriti skáldsins sjálfs.
Rúmlega tuttugu Islendingasögur hefir Finnur Jónsson gef-
ið út. Þar á meðal eru hinar helztu þeirra, svo sem Egils saga
Skallagrímssonar, Gísla saga Súrssonar og Njála. Útgáfur
þessar eru mjög misjafnar, sumar stafréttar með lesháttar-
afbrigðum, aðrar með samræmdri stafsetningu o. s. frv. Verð-
ur það ekki rakið hér í einstökum atriðum. Þess má þó geta,
að þeim útgáfum, sem birtust í safninu Altnordische Saga-