Skírnir - 01.01.1958, Side 18
16
Halldór Halldórsson
Skirnir
bibliothek, fylgdu nákvæmar texta- og vísnaskýringar. Land-
námu gaf Finnur út tvisvar. önnur útgáfan, frá 1900, er að
minnsta kosti af sumum talin bezta Landnámuútgáfan, en
hin, frá 1925, er vægast sagt gölluð. Af öðrum útgáfum Finns
mætti nefna Islendingabók Ara fróða, Snorra Eddu, Heims-
kringlu, Fagrskinnu, Morkinskinnu, Ölafs sögu Odds munks,
Ágrip og Eirspennil.
Það er vandalaust að tina til ýmsa galla á útgáfum Finns
Jónssonar. Honum skjátlaðist oft illa, athugaði t. d. stundum
ekki nægilega samband einstakra handrita eða ofmat eða van-
mat vitnisburð annarra handrita. En þetta er ekkert aðal-
atriði. Slíkt hendir alla. Meginmáli skiptir, að Finnur Jónsson
innti af höndum stórvirki með útgáfustarfsemi sinni. Það er
allt annað og auðveldara að stunda íslenzk fræði, eftir að þess-
ara útgáfna naut við.
Það hefði þótt mikið lífsstarf, þótt Finnur Jónsson hefði
ekkert annað gert en stunda þau útgáfustörf, sem eftir hann
liggja. En þau eru aðeins brot af því, sem hann fékkst við um
dagana. Áður hefir verið vikið að kennslu hans, sem vitan-
lega hefir verið tímafrek. En ótalin eru frumsamin verk hans.
Fyrst mun ég ræða um textaskýringar hans og orðabókasamn-
ingu, þvi að þetta tvennt er i nánustum tengslum við útgáfu-
starfið. Áður var að því vikið, að skýringar fylgja oft útgáfum
hans. Liggur í þeim mikil vinna, og var að þeim mikill feng-
ur á sínum tíma. Finnur var glöggur málfræðingur á klass-
íska visu, og var það honum mikill styrkur við textaskýringar.
Skýringar hans á lausu máli virðast mér mjög góðar, og mundi
ég ekki telja honum neinn fremri í þeim efnum, þótt margir
aðrir séu einnig mjög færir. Um visnaskýringar Finns hefir
hins vegar mikið verið deilt. Ég á ekki sérstaklega við það,
að skýringar hans á einstökum stöðum hafa verið gagnrýndar.
Slikt verða allir að þola, sem við þessi efni fást, enda er margt
óvist um skilning á hinum foma skáldskap. Það, sem ég á við,
er, að sú meginregla, sem hann aðhylltist, hefir sætt gagnrýni.
Þessi meginregla, sem varðar upptekningu vísna og röðun orða
í samræmi við laust mál, er raunar ekki frá Finni runnin,
heldur beitir hann sams konar aðferðum og eldri fræðimenn,