Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 19
Skímir
Dr. phil. Finnur Jónsson prófessor
17
t. d. Sveinbjöm Egilsson og Konráð Gíslason. Gagnrýnendur
Finns telja, að upptekningar hans séu handahófslegar og svo
sé að sjá sem hann telji, að fornskáldin hafi ekkert skeytt um
orðaröð. Ég hygg sennilegt, að þessi gagnrýni hafi í sér fólg-
inn einhvem sannan kjarna. En þess ber að minnast, að hún
var rekin af offorsi miklu. Og víst er um það, að forvígis-
mönnum hennar skjátlaðist áreiðaidega miklu hastarlegar í
vísnaskýringmn sínum, ef á heildina er litið, enda höfðu þeir
ekki jafnstaðgóða þekkingu á íslenzku máli né jafnalgáða
skynsemi og Finnur Jónsson. En ástæðulaust er þó að draga
dul á það, að upp úr þessum árásum á eldri skoðanir spratt
ýmislegt nýtt og nýtilegt. Helzti andstæðingur Finns í þess-
um málum var sænskur prófessor í Lundi, Emst A. Kock að
nafni. Skoðanir sínar og vísnaskýringar birti hann í riti, er
hann nefnir Notationes norrœnœ, er út kom í heftum. Til
gamans skal þess getið hér, að Kock sendi Finni hefti sín jafn-
ótt og þau komu út. Þessi hefti bárust Háskólabókasafni með
öðrum ritum Finns. Finnur hefir lesið fyrstu heftin vandlega.
Það sést á strikum og athugasemdum, sem hann hefir gert.
En brátt hættir hann þessu, því að framan á öðru heftinu
stendur: „Les ekki þetta bull. F. J.11.1)
Þess mætti og geta, að framan við ritgerðina Fornjermansk
forskning birti E. A. Kock níðkvæði um Finn. Tekið er fram
í undirtitli, að ritgerðin sé reikningsskil. Grein þessi var sam-
in til birtingar í ársriti Lundarháskóla. Svo virðist sem Finnur
hafi séð ritgerð þessa, áður en hún birtist í ársritinu, þvi að
7. júní 1922 skrifar honum Evald Ljunggren, yfirbókavörður
háskólabókasafnsins í Lundi, biður Finn afsökunar og segir,
að í þvi gervi, sem greinin sé nú, muni hún ekki fá að birtast
i ársritinu. Við þetta var staðið, því að kvæðið birtist ekki í
ársritinu og undirtitli er sleppt.
a) Ég minnist þess, að ég só þessi hefti á Finnmörk á námsárum mín-
um. Er ég tók að semja þessa ritgerð, langaði mig til þess að athuga heft-
in. Var gerð gagnger leit að þeim í Háskólabókasafni, en hún bar engan
árangur. Svo heppilega vildi til, að próf. Einar Öl. Sveinsson hafði skrifað
í vasabók sína ýmsar athugasemdir Finns, er hann skrásetti safn hans, og
var þessi ein þeirra. Er hér stuðzt við þá heimild.
2