Skírnir - 01.01.1958, Side 20
18
Halldór Halldórsson
Skírnir
Finnur minnist á skoðanir Kocks í ævisögu sinni og farast
orð á þessa leið:
Sænskur prófessor í Lundi fór að eiga við kvæðin og
hefur skrifað allmargar ritgjörðir, og beinst að mjer með
ósæmilegu orðbragði, en svo reynist, að maðurinn hefur
hvorki næga málsþekkíngu til að bera, býr sjálfur til þær
skríngilegustu kenníngar og ómögulegasta skilníng á orð-
um og orðatiltækjum. Hann hreykir sjer mjög af sinni
fávisku. Einn þýskur prófessor fetar í hans spor, en er
enn miklu verri og vitlausari, ef unt er. Þýskur úngur
fræðimaður (nú prófessor í Leipzig) þóttist geta sýnt
ákveðnar reglur fyrir orðaskipun skáldanna. Efalaust eru
höfuðreglur hans rjettar, en valla munu þær svo óskeik-
ular, sem hann sjálfur ætlar. Hans meðferð er himin-
hátt hafin upp fyrir meðferð Svíans. Hann segist reynd-
ar vera á sama máli og hann um höfuðefnið, nefnilega
að orðskipunin eigi að vera svo eðlileg, sem hægt er, en
þetta er ekkert annað en það, sem bæði Sveinbjörn, Kon-
ráð og jeg hafa ætíð haft fyrir augum; það er ekki ný
krafa eða neitt nýtt yfir höfuð. En til þess að framfylgja
þessari kröfu þarf fyrst og fremst málþekkíngu í besta
lagi, en þar hefur Svíinn og hans enn vitgrennri fylgis-
menn sýnt raunalegan brest. Safn F. X, 163—64.
Ég ætla mér ekki þá dul að kveða upp'úrskurð um deilu eða
skoðanamun þeirra Finns Jónssonar og Emst A. Kocks. Báðir
eru og verða vafalaust að minnsta kosti nokkra hríð enn tald-
ir merkir skýrendur þessarar bókmenntagreinar. En athuga
ber, að Emst A. Iíock reisti sínar kenningar á dróttkvæða-
útgáfu Finns, þeirri er áður var að vikið. Finnur hafði með
öðmm orðum fengið Kock vopnin í hendurnar. Vafalaust
verður um langan aldur deilt um einstakar skýringar þeirra
beggja, en ef á heildina er litið, tel ég tvímælalaust, að Finnur
hafi lagt þessum fræðum til mun drýgri hlut.
Þá vík ég næst nokkrum orðum að orðabókastarfsemi Finns.
Eitt af merkari verkum hans er Lexicon poeticum, en það er
orðabók yfir hið forna skáldskaparmál, bæði mál Eddukvæða