Skírnir - 01.01.1958, Síða 21
Skímir
Dr. phil. Firmur Jónsson prófessor
19
og dróttkvæða. Orðtók hann öll kvæði, sem talin eru ort fyrir
1100, og mikinn hluta þeirra kvæða, sem frá þeim tíma eru
ort og fram yfir miðja 14. öld. Orðabókin ber þó ekki nafn
Finns eins, heldur er Sveinbjörn Egilsson á titilsíðu talinn
aðalhöfundur. Til þessa liggja þau rök, að Sveinbjörn samdi
orðabók með þessu nafni um mál fomkvæðanna. Hún kom út
í Kaupmannahöfn 1860. Verk Sveinbjarnar var mjög merki-
legt á sinni tíð og raunar ómissandi fræðimönnum enn þann
dag í dag. Allt um það verður að telja það mikið lítillæti af
Finni að kenna verk sitt við Sveinbjörn, því að í núverandi
gervi er orðabókin verk Finns eins. Þetta er þó ekki sagt til
þess að kasta nokkurri rýrð á verk Sveinbjamar, sem var
þrekvirki. Munurinn, sem ef til vill flestir taka fyrst eftir,
er sá, að þýðingar Sveinbjarnar em á latínu, en Finns á
dönsku. Miklu meira máli skiptir það, að á þessu tímabili
höfðu orðið geysilegar framfarir í málvísindum almennt og
handritarannsókmnn sérstaklega, svo að margt það, sem talin
var góð vara á tímum Sveinbjarnar, þótti það ekki, þegar
Finnur gaf út sína orðabók 1916. Lexicon poeticum var gefin
út aftur, nær óbreytt, 1931. Hún er enn handhægasta orða-
bókin yfir hið foma skáldskaparmál, og ómissandi heimild er
hún öllum þeim, sem fást við rannsókn á málsögu þessa
tímabils.
Þá samdi Finnur einnig orðabók yfir Rímnasafn sitt, einnig
með dönskum þýðingum. Rimnaorðabókin var gefin út í Kaup-
mannahöfn á árunum 1926 til 1928. Hún er vandað rit, sem
mikill stuðningur er að fyrir þá, er leggja fyrir sig rímna-
lestur og rímnarannsóknir, þó að hún nái aðeins yfir lítið brot
þessarar umfangsmiklu, islenzku bókmenntagreinar. Auk þess
er hún nauðsynlegt hjálpargagn þeim, sem fást við íslenzka
málsögu, einkum vegna þess, að því tímabili, sem hún nær
yfir, hafa verið gerð einna sizt skil i islenzkum orðabókum
og orðasöfnum, þótt slíkt standi nú til bóta.
Um málsöguleg efni hefir Finnur margt ritað, og er smnt
af því hið merkasta. Af því tæi er MálfrœSi islenzkrar tungu
(Kbh. 1908), Det norsk-islandske skjaldesprog (1901) og